Thursday, October 25, 2012

elsku morgundagur


Í morgunn upplifði ég persónulegan sigur þegar ég fór í fyrsta próf annarinnar. Í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér fann ég ekki fyrir prófkvíða. Ég er búin að vera að vinna í þessum vonda prófkvíða í nokkur ár og loksins fær maður að njóta erfiðisins. 

Eins mikið og ég nýt þess að vera í deginum í dag þá get ég ekki beðið eftir því að kl. slái 12:00 á morgunn. Það er búið að vera alveg rugl mikið að gera í skólanum undafarið og ég er orðin svolítið þreytt á endalausum lærdómi.



Það er greinilega smá mál að vera í 40 djúsí háskólaeiningum, en það verður ó svo gott í enda annarinnar. 

En kl. 12:00 í hádeginu á morgunn ætlar yndislegur hópur sem ég hef tilheyrt alla önnina að klára að skila inn 45% helluðu aðferðarfræðiverkefni - get ekki beðið! 


OG...


...á morgunn legg ég líka af stað vestur á Tálknafjörð. Því um helgina er árshátíð þar og ég hlakka mikiðmikiðmikið til að fara heim og skemmta mér í góðra vina hópi! Það er ekki leiðinlegt að dressa sig upp, borða góðan mat, horfa á fyndin skemmtiatriði og dansa við sinn heittelskaða, systkini sín og vini:)



Hafið það gott:*


Sigríður Etna



Monday, October 22, 2012

Lífið í myndum

Við Ingólfur eyddum mestmegnis af helginni hjá fjölskyldu hans í Grindavík. Það er alltaf gott að vera í faðmi fjölskyldunnar.
1. gott að byrja helgina á smá útihlaupi í Laugardalnum
2. Nýjasti fjölskyldimeðlimurinn að fá fallega nafnið sitt.
3. Fallega skírnatertan hennar Steinunnar Maríu.
4. Skírnavotturinn stoltur af frænku sinni.
1. Ungt fólk að reyna að vera duglegt að flokka sorpið sitt(Y)!
2. Afmæli hjá sætum 5 ára og sætri 3 ára frænda og frænku
3. Ingólfur að kenna skvísunni að gera núðlur.
4. Nokkuð sátt bara - er það svona sem háskólanemum á að líða?
1. Hugguleg æðruleysismessa fyrir komandi viku.
2. Gengið hringinn í kringum tjörnina í fyrsta skipti.
3. Heitt súkkulaði á Laundromat
4. Litla systir og Davíð stóri bróðir

Verum þakklát fyrir það sem við eigum. Föðmum fólkið í kringum okkur og látum það vita hve mikið við elskum þau.

Sigríður Etna

Friday, October 19, 2012

að gera eitthvað sem er bara smá öðruvísi


Ég er ótrúlega mikil rútínu manneskja og finnst stundum óþægilegt að fara út fyrir minn ákveðna ramma. Ég lít á það sem stóran galla. En gallar eru víst til að vinna í þeim.

Fá ekki allir þá tilfinningu að þeim langi að gera eitthvað öðruvísi? Mér líður allavega oft þannig. En öðruvísi þarf kannski ekki að vera mikið öðruvísi, að fara í ferðarlag eða klippa hárið sitt stutt og breyta alveg um hárlit. 

Rúmlega 11 í gærkvöldi þegar ég lá mjög mygluð undir teppi, uppí sófa, nýbúin að horfa á einhverja bíómynd sem var of blóðug fyrir minn smekk bað Ingólfur mig um að koma út í göngutúr. 



Ég er bara eins og ég er og heilinn fór því á fullt. Hann byrjaði að telja upp ástæður af hverju ég ætti ekki að fara út; klukkan er svo mikið, það er svo kalt, ég er svo þreytt.

En svo ákvað ég að koma Ingólfi á óvart og segja já. Þannig við klæddum okkur vel, löbbuðum út í "bakgarðinn okkar", stóðum ein í myrkrinu alveg við sjóinn, í logni, crazy stjörnubjart, rosalegur kuldi, norðurljós og hin yndislega friðarsúla beint fyrir fram okkur í allri sinni dýrð. 


Þetta var nóg fyrir mig - eitthvað semí öðruvísi, eitthvað sem ég geri ekki oft.


Komum endurnærð heim um miðnætti og skriðum upp í rúm - vá hvað það var gott að sofna!


Monday, October 15, 2012

Just another manic monday?

Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki sunnudaga og mánudaga. Mér fannst sunnudagar sorglegir, því hann þýddi að það væri enn önnur vikan að byrja, strax kominn mánudagur. 

Á mánudögum var ótrúlega erfitt að vakna og alltof langt í hinn elskulega föstudag. Mér fannst ég vakna með tóman bensíntank og svo fann ég hvernig orkan jókst með hverjum deginum - föstudagurinn nálgaðist hratt, sem betur fer.


Í dag er þetta búið að breytast. Á sunnudögum reyni ég að hafa það gott, vera góð við sjálfa mig. Oft nota ég þá daga líka til að vinna upp allt það sem mér tókst ekki að framkvæma í liðinni viku. 

Ég hlakka til að fá nýjan mánudag, heila nýja viku. Ég hugsa alltaf með mér ,,Ný vika, ný tækifæri" - það getur ekki klikkað:)


Svo öfugt við áður, ég er hress á mánudögum og þreytist eftir því sem nær dregur helginni.


Vil alls ekki að þetta þýði að ég sé orðin gömul? Er þetta kannski svona hjá öllum?

Tuesday, October 9, 2012

..góði guð

Í dag er trúin mér svo ótrúlega mikilvæg og elska þegar fólk virðir það. 

Ég held að eitt af því besta sem foreldrar mínir kenndu mér er að trúa á að eitthvað sé mér æðri, að trúa á guð.

Ég áttaði mig ekki á því hve dýrmæt barnatrúin gæti verið manni fyrr en ég virkilega þurfti aftur á henni að halda fyrir rúmum tveim árum síðan.



Mér var kennt að fara með bænirnar mínar, sem þá voru Faðir vorið og Sitji Guðs englar.

Sem krakki átti ég alveg brjálæðislega erfitt með að fara í burtu í einhverjar ferðir og mér leið aldrei vel þegar ég þurfti að fara í pössun eitthvert annað þegar mamma og pabbi fóru stundum burt frá Tálknafirði. Ég var frekar hræddur krakki og með mikinn kvíða. En á hverju kvöldi, stundum á daginn líka, þá bað ég guð um að vera hjá mér og þá leið mér alltaf betur.

Það besta sem ég heyri pabba minn segja er á kvöldin, þegar ég er að fara að sofa og hann biður guð um að gefa mér góða nótt, alveg eins og elsku Ragna amma í Hvestu sagði alltaf.



Ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir þessa góðu gjöf sem foreldrar mínir voru svo yndislegir að gefa mér:)

Wednesday, October 3, 2012

Zumba

Fyndið.. ég prufaði nokkra Zumba tíma hjá Maju heima á Tálknafirði, eftir nokkra tíma fannst mér ég vera alveg svona þokkaleg.

Skellti mér svo í Zumba í World Class þar sem salurinn er allur út í speglum og jesús minn.. 

..I did not look good!


Rakst á þessa mynd .. finnst hún eiga alveg ótrúlega vel við!

Tuesday, October 2, 2012

Heima

Er búin að eiga svo yndislega daga. Fór heim á Tálknafjörð yfir helgina að smala með fjölskyldunni. Ég hef ekki getað farið að smala síðan ég var í 10. bekk og þetta var í fyrsta skipti sem Ingólfur prufar að smala. Allt gekk eins og í sögu og allir þreyttir en glaðir eftir helgina.

Myndir segja svo margt:

 1. Kindurnar komnar inn í girðingu, 2. Ofurhressar mæðgur vaknaðar eldsnemma, 3. Svangir smalar, 4. Kristinn og Mollý
 1. Ragnar og Ragna, 2. Ingólfur og Kristinn, 3. Lambakjöt, 4. Allir að knúsast í litlu Mollý
1. Sunnudagsmorgunn hjá Pollinum, 2. Frænkur, 3. Erla Maren afmælisbarn, 4. Yndislegur Tálknafjörður

Er búin að njóta þess að vera til síðustu tvo daga.. og geri það sem ég vil, þegar ég vil það!
En á morgunn er það back to reality!