Monday, December 31, 2012

2012-2013

Jólin eru yndisleg! En það er oft svo langur aðdragandi að þeim og ég er alltaf búin að byggja upp svo svakalegar væntingar sem oftast standast svo ekki. En áramótin? 


..love it!



Hjá mér er Gamlársdagur fullur af tilfinningum. Það er svo skemmtilegt að rifja upp árið sem er að líða, hvað gerðist, hvað reyndist manni erfitt og hvað var gleðilegt. 

Ef það er eitthvað orð sem nær að útskýra hvernig mér líður í dag þá er það orð þakklæti! Ég er þakklát fyrir ágæta heilsu og að vera alltaf umkringd svona frábæru fólki; uppáhalds Ingólfur, elsku maogpa, systkinin, tengdafjölskyldan, bestu vinirnir og skemmtilegustu skólafélagarnir!




*Árið 2012 byrjaði ótrúlega vel, þegar minn versti óvinur var sprengdur í burtu = endalok nýrnasteinsins! Ég sá ljósið á ný! 

*Hinar ýmsu læknaheimsóknir og greiningar tóku pínu á mann .. en lífið snýst ekki um að bíða eftir því að stormurinn gangi yfir heldur að læra að lifa í storminum.

*Ég kláraði 1. árið mitt í Tómstunda- og félagsmálafræði og 2. árið gengur vel. Hef klárað 111 einingar af 180 með fínum árangri - mega stolt!

*Við hjónaleysin áttum frábært sumar á Tálknafirði og náðum að gera svo ótrúlega margt á stuttum tíma.

*Ingólfur náði svo sannarlega að innsigla æðislegt ár þann 12.12.12 þegar hann bað mig um að giftast sér, það stendur klárlega uppúr á árinu.



Vegna leiðindaveðurs og slæmrar færðar þá var ákveðið að fara ekki vestur yfir áramótin. Eins leiðinlegt og mér finnst það vera, að þá ætla ég að líta á björtu hliðarnar og njóta áramótana sem allra best! 

Elsku vinir, ég þakka ykkur öllum fyrir árið sem er að líða. Ég vona að 2013 verði fullt af gleði og hamingju og að það reynist öllum extra vel:)!



Kveðja, frá Sigríði Etnu..
..sem er hamingjusöm og ástafangin af lífinu sem henni var gefið


Thursday, December 27, 2012

Yndislega líf

Svo margt búið að gerast í mínu lífi undanfarna daga!
1.) 12.12.12. = yndislegur dagur og fékk ég þennan fallega hring frá rómantískum Ingólfi. Stay tuned fyrir sumarið 2014!
2.) Vorum mjög snemma í jólagjöfunum í ár, thank god því ekki var tími til að versla neitt eftir próf!
3.) Skvísan notaði jólafríið til að rifjaði upp nokkra gamla takta á nikkunni;)
4.) Lífið var svo sannarlega saltfiskur strax eftir próf, eða allavega frá hálf 8-hálf 6, sex daga vikunar. 
1.) Strandblak í frábærri gæsun!
2.) Þemað var ljótar jólapeysur.
3.) Gæsin að mæta um morguninn, fékk smá rúnt með jólasveininum um bæinn fyrst
4.) Magga og Siggi Hlö
1.) Ingólfur Hávarðar var ótrúlega duglegur að hjálpa mér að baka sörur og búa til konfekt.
2.) Fyrstu jólin mín að heiman og Ingólfur fór með mig á Þorláksmessu á Laugarveginn. Endalaust mikið af fólki!
3.) Var greinilega þæg í desember og var mjög dugleg að fá allskonar sniðugt og skemmtilegt í skóinn.
4.) Verð alltaf meira og meira skotin í þessari litlu snúllu!

..Annars vona ég að þið eigið góðar stundir og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar:)




Sigríður Etna


Tuesday, December 11, 2012

Kisikis

Þetta er blogg er alveg semí tileinkað "my crazy cat-lady friend"; Maríu Berg! 

Þegar ég byrjaði með Ingólfi minnti hann mig stundum á Kjartan úr Strumpunum þegar hann sá ketti. Hann sagðist alltaf ,,haaaaaaaata ketti" (lesist með Kjartansröddu)



Þegar við fluttum í Rauðalækinn þá var ekki hægt að koma í veg fyrir að sjá mikið af köttum, en það eru nokkrir SKÓGARBIRNIR (huges kettir) sem elska garðinn okkar!



Alltaf var Ingólfur rokinn út í glugga að tala um kettina og sýndi þeim svo milljón sinnum meiri áhuga en ég. Eftir nokkur ár saman.. og þökk sé björnunum í garðinum okkar hérna í Laugardalnum fattaði ég að hann "hataði" ekki ketti. 


Eftir smá rökræður um þetta mál kom í ljós að það var semí rétt hjá mér.. 


En drengurinn er því miður með ofnæmi.. svo því miður no cats fyrir okkur í framtíðinni!


En þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar og því samþykkti þessi elska að þegar við verðum loksins stór og fullorðin þá gætum við fengið okkur kanínur í garðinn sem við munum einhverntímann eignast! 



I win - like all the time!

Sunday, December 9, 2012

Matarpervert

Ég er ekkert alltof dugleg að instragrama.. en eins og flestir sem setja myndir á instagram vita að þá fer mikið af því sem fólk borðar þar inn, funny but true. 

Þegar prófatíð er í gangi þá á fólk það til að misþyrma líkama sínum. Ég er A manneskja, en í próftíð er ég oftast öfga A manneskja. Ég passa að fara snemma að sofa, byrja daginn snemma að læra, passa upp á hreyfa mig og borða góðan mat. Ekki misskilja mig samt, ég borða minn skammt af súkkulaði líka! Próftíð er alltaf próftíð!


 Japanskt kjúklingasalat

Rækjusamlokur, pítusamlokur og grillaðar kjúklingasamlokur


Smoothie: banani, pera, jarðaber, brómber, hindiber og vatn


Besta snakkið

Mr. Sweettooth að grilla minisykurpúða.

Heitt kakó ala Ingólfur! - Æðislegir sykurpúðar, hægt að kaupa þá í Sostrene grene:)


Matarpervert, I know.. elskaelska mat.. og er svo heppin að eiga góða vinkonur sem gera það líka.


Er eitthvað sniðugt sem þið fáið/leyfið ykkur í próftíð:)?

Friday, December 7, 2012

Tour Eiffel

Fyrir tæpum tveim árum (vá hvað tíminn líður hratt) fór ég að ferðast í þrjá mánuði = 2 mánuðir í Evrópu og 1 í Thailandi.

Við stoppuðum stutt í París og þar heillaði Tour Eiffel (lesist með pirrandi frönskum hreim eins og gellan í Stelpunum) mig upp úr skónum!


Þar sem ég ákvað að í þessari ferð yrði tekið allsvakalega á öllum mínum bjánalegu óttum þá ákváðum við að fara uppí turninn!


Þegar við fórum inn í fyrstu lyftuna til að fara uppá 2. hæð turnsins þá fékk ég illt í magann og mér leið hræðilega í lyftunni! Svo komum við út á 2. hæð til að skipta um lyftu, þá fóru hnén að skjálfa og jesús minn hvað mér leið illa. 

Það tók Ingólf slatta tíma að fá mig til að fara á toppinn, en það tókst á endanum! ..

..sem betur fer!


Ég ætla ekki að ljúga, það tók mig svona 15 mínútur að komast frá lyftunni (sem er í miðjum turninum) og að útsýnisgluggunum. Eftir góðan tíma efst uppi þá var ég hætt að taka hænuskref og elskaði útsýnið!

aðeins of sátt með sjálfa sig á þessari!

Smá ferðasaga: Stríðið sem var í Lýbíu á þessum tíma var ein af ástæðum af hverju ég vildi ekki fara upp í turninn. Þegar við vorum á leiðinni niður turninn og komin niður á 2. hæð þá fer ég að fylgjast með starfsfólkinu sem var farið að haga sér undarlega, að segja öllum að drífa sig niður og að fólk mætti endilega taka stigana. Þau voru OFURhress, mjög vinarleg og mér fannst þau svo paranoid eitthvað. Ég sagði við Ingólf að þau væru pottþétt að rýma turninn. Þá skammaði hann mig fyrir að vera alltof stressuð og ímyndunarveik. 

..Þegar við komum útúr turninum var herinn mættur, það VAR verið að rýma turninn því það var sprengjuhótun frá Lýbíudúdum, svæðið var hreinsað og turninn lokaður í 2 daga!

Wednesday, December 5, 2012

Ofnbakaður grjónagrautur

Ég var svo ótrúlega spennt að fara í fyrsta prófið mitt, sem er erfiðasta fag sem ég hef á ævinni tekið - aðferðarfræði! Ég var búin að plana milljón hluti sem ég ætlaði að gera í dag eftir prófið.

Viti menn, held að ekkert af því sem ég ákvað hafi staðist! Horfði á nokkra friendsþætti og svaf svo endalaust. 

= mjöööööög góður dagur! 

Ótrúlega gott að slaka á, þurfa ekki að læra neitt og vera ekki með samviskubit yfir því að vera ekki að læra heldur! Held það sé mikilvægt að taka sér svona 1 dag í pásu fyrir næstu törn.

Ég ætlaði reyndar ekki að tala um prófin - en þegar þau eiga hug manns allan þá talar maður víst ekki um annað!

Ég ætlaði hinsvegar að segja ykkur frá snilldarhugmynd!

Þannig er mál með vexti að við hjónaleysin elskum grjónagraut! Við höfum reyndar takmarkaðan tíma og erum ekkert mjög hrifin af því að standa í 1 klst yfir pottinum, hvað þá í þessari próftíð þegar time is money (eða þið vitið!)


EN: Marsibil, yndisleg vinkona mín úr tómstundafræðinni sagði mér þá frá snilldarhugmynd sem hún gerir alltaf .. enda nóg að gera hjá henni í skólanum með tvö börn. 

Tjékkiði á þessu:


Ég prufaði og þetta virkar! Ekkert smá gott að henda öllu í eldfastmót, bíða og voula geggjaður kvöldmatur!