Sunday, September 29, 2013

Reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum

..eða þannig leið mér allavega!

Fékk hryllilega og skelfilega pest á miðvikudaginn - alltaf kemur það manni jafn mikið á óvart þegar maður nælir sér í pest. En jesús minn, á fimmtudagsnóttinni hélt ég að mín síðasta stund væri runninn upp og eyddi því föstudeginum inn á spítala. 

Það var ömurlegt að vera alein með pest heima hjá sér. Grét mörgum gleðitárum þegar Ingólfur kom suður til mín seint á föstudagskvöldið og var næstum búin að gleyma því hvernig maður brosir, aaaalveg þar til hann kom!


Er núna aðeins byrjuð að getað kroppað í mat, gulrót hér, epli þar.. living the wild life. 

Eyddi hinsvegar þessu ágæta sunnudagskvöldi í brúðkaupsundibúning og guð hvað mér finnst það gaman, spá og spegúlera með sjálfri mér.

Ég skal svo reyna að hætta að væla í bili.. svo plís ekki hringja í 113:)

Vona að helgin ykkar hafi verið full af glimmeri og gleði!



Thursday, September 26, 2013

Kærkomin heimferð

Fyrir viku síðan ákvað ég að fljúga vestur og var þar í fimm daga - mjög góð ákvörðun.

Hitti loksins minn besta. Hjálpaði mömmu og pabba. Fór í heimsóknir til ömmu og afa. Það var smalað Krossadalinn. Borðað endalaust af nammi og öðru góðu. Farið í Pollinn og sundlaugina. Notið þess að vera í frábæru veðri.

Nokkrar myndir sem komu á instagram:


Taka til í fjárhúsunum og Sæla bað um eina Selfie


Mín elsku amma, (Sigríður) Jóna, svo ljúf og góð.


Systkin í Sellátrardal

Ekki leiðinlegt að vakna í svona veðri - haustið er komið


Tvö sæt (3 sæt ef kindin er talin með ;) !)


Hann kann'etta!

Heima er best!

Tuesday, September 24, 2013

Núna

Halló Hafnafjörður, er hún enn á lífi?

Síðustu 6 vikurnar hef ég búið ein hér í Reykjavík, sem er.. að mínu mati, vægasagt leiðinlegt. Ég er greinilega alltof góðu vön. Sem betur fer eru aðeins eftir tæpar 2 vikur í einverunni.

Kærustufagginn Etna hefur samt uppgötvað allskonar nýtt og lært heilmikið af þessari einveru sinni. Stórmerkileg uppgötvun að það er alveg ótrúlega leiðinlegt að elda bara fyrir eina manneskju, því hefur lítið verið gert af því og meira gripið í boozt, saffran og salatbakka með sér - mjög hentugt!

En svona grínlaustt, þá eru þessar 6 vikur búnar að vera sérstakar og frekar erfiðar fyrir mjög lífshrædd og myrkfælna manneskju. 

Það er samt gott að vera byrjuð í rútínu aftur, byrja í vinnunni, skólanum, ræktinni og gera sér markmið til að fara eftir. Eftir að ég flutti aftur suður hef ég fundið mér endalaus verkefni og passa uppá að eiga lítinn sem engan dauða tíma. Er nokkuð viss að það breytist þegar Ingólfur flytur til mín;)


Þegar maður er of smeykur að gista heima hjá sér þá skreppir maður bara í Þorlákshöfn og fær þennan kút til að passa uppá sig. 




...stemningin eftir 3. daga októberfest - gotta lovit!



Annað kvöldið sem ég er ein heima hjá mér í kósífýling síðan ég flutti suður - þá nýtur maður tímann og bloggar;)


Ætla að opna eina góða bók núna og njóta - vona að þið gerið það líka!


Tuesday, September 10, 2013

60 ára afmælisgjöf

Pabbi minn varð 60 ára síðasta föstudaginn í ágúst. Í tilefni af afmælinu hans gáfum við systkynin honum frekar óvenjulega gjöf. Hugmyndina fengum við hér, fyrir nokkrum árum. Við vorum viss um það að við ætluðum að gera svona fyrir hann. Við hittumst því snemma í sumar og bjuggum til lista yfir fólk sem hefur verið samferða honum á mismunandi tímapunktum í lífinu. Skiptum þessu á milli okkar systkinanna og fórum svo að hafa samband við fólkið. Við báðum fólk um að skrifa niður einhverja skemmtilega minningu um pabba eða lýsa honum. Við stefndum á að safna 60 bréfum en enduðum með aðeins meira en það. Sniðug gjöf fyrir þá sem eiga allt!




Hér eru svo hjónin saman en mamma las öll bréfin fyrir okkur sem voru saman komin í stofunni hjá þeim. Ég táraðist nokkrum sinnum á meðan lestrinum stóð og það kom engum á óvart!



Pabbi var rosa hissa á þessu öllu saman en rosalega glaður líka:)


Sama blogg birtist inn áElskulegt hjá Dúddu systir minni