Friday, October 18, 2013

Spennandi tímar

Já það hefur svo sannarlega lítið sem ekkert gerst hér undanfarið því það er búið að vera svo ótrúlega mikið að gerast hérna hinu megin við tölvuna.

Októbermánuður átti að vera svo ljúfur hjá okkur Ingólfi, en hann flutti aftur suður til mín í byrjun október. En þessi mánuður átti að fara í kaffihúsarölt, lærdóm, útihlaup og fleira kósý á þessum fallegu haustdögum. EN .. það gerðist ekki og mun ekki gerast!

Við vorum nefnilega búin að hugsa okkur að flytja kannski til Grindavíkur eftir áramótin og fórum því að skoða eignir þar til að fjárfesta í. Við sáum fljótt þetta glæsilega einbýlishús sem okkur þyrsti í að kaupa, sem við ákváðum svo að gera. En í miðju greiðslumati fórum við hjúin þó að tala aðeins betur saman og hugsuðum með okkur að við þyrftum ekki stórt einbýlishús til að vera hamingjusöm (ég veit við erum væmin, en það má stundum!). Á þessum tíma var íbúðin okkar nýkomin á sölu, sem við hugsuðum að gæti tekið nokkra mánuði að seljast. Á fyrsta sólahringnum fékk auglýsingin okkar rúmlega 1400 views og allt í fullum gangi þar í augnablikinu. 

Það er margt að gerast semsagt í íbúðarmálum og í augnablikinu lítur út fyrir að við verðum flutt í Grindavík 1. nóvember, sem er mjög sérstök tilfinning!

Í millitíðinni ákvað svo Ingólfur að hætta í fjarnáminu sem hann var búinn að skrá sig í og ég er að fílaða! Mér finnst að maður eigi bara að gera það sem manni finnst skemmtilegt og gerir mann hamingjusaman í lífinu og ég er að elska það að koma alltaf heim í hreina íbúð, kertaljós, tilbúinn matur og you name it  = looooooove it!

Til að gera lífið svo aðeins meira spennandi þá keyptum við okkur giftingahringana okkar síðustu helgi:




OG ég keypti mér brúðarkjól, en auðvitað kemur ekki mynd af honum hingað fyrr en eftir 12. júlí 2014;)


Lífið er svo sannarlega lotterí, og mér finnst ég vera að taka fullmikinn þátt í því akkúrat núna!

Tuesday, October 1, 2013

My cup of tea

Ég hef því miður ekki verið mikil te-kona. Er kannski ekki sú auðveldasta í þeim málum heldur. Finnst flest te vond á bragðið og má ekki drekka koffein = complicated. Mér hefur einhvernveginn fundist það eina sem ég get fengið mér er heitt vatn með sítrónusneið og hunangi, sem verður augljóslega frekar leiðinlegt til lengdar.

Í sumar byrjaði ég þó að drekka magnesium fyrir svefninn, en ég á sjálf erfitt með svefn. Flestir fá ekki nægilega mikið af magnesium og sjálf fann ég þvílíkan mun eftir að ég byrjaði að drekka það - Hér getið þið lesið aðeins um málið.

Ekki skemmir fyrir að Dúdda systir lét mig fá góða sítrónudropa frá Forever Living, en þeir eiga að vera góðir við gigt, styrkjandi fyrir ofnæmiskerfið (fjölga hvítu blóðkornunum), eru góðir til að leysa um fitur, t.d. gall- og nýrnarsteina, eru ótrúlega frískandi o.m.fl..



Það er líka alveg ótrúlega gott fyrir kuldaskræfur eins og mig að fá sér einn bolla fyrir svefninn (og skemmir ekki fyrir þegar bollinn er svona fallegur eins og á myndinni;) !) Slær líka á nartlöngunina sem er alltaf jákvætt.



Hvað er uppáhalds te-ið þitt?