Tuesday, November 12, 2013

Borgin sem aldrei sefur

Ég er að segja ykkur það.. það gerist svo ótrúlega margt á fáum dögum - á næstum því í erfiðleikum með að meðtaka allt saman.

Er annars búin að vera með stórt fiðrildi í maganum síðustu daga, en það fór í gær - um leið og ég kláraði 30% próf í skólanum. Ótrúlegt hve mikill léttir það er að klára eitt próf!

Er svo aftur orðin grasekkja - og jesús minn hvað ég er léleg í því. Kann engan veginn að meta þessa blessuðu einveru og hvað þá þegar það er brjálað veður. Síðustu nætur hafa því einkennst af miklu svefnleysi.

EN.. það skemmtilegastaskemmtilegastafrábærasta sem gerðist í síðustu viku var að við hjúin pöntuðum okkur ferð til New York. Frá 11.-16. desember og ég gæti prumað glimmeri ég er svo glöð og spennt með það! New York í jólaljósunum - játakk!Ætla að skella Bring it on á núna og fá mér smá mjólk og after eight, mhmmm.

Monday, November 4, 2013

Instagram

Ætla að skella inn nokkrum myndum í þetta skiptið:) 

Mikið að gera, lífið svo spennandi og ég komin í 60 prósent vinnu núna. Vinnu sem ég elska, elska elska. Hún er svo ótrúlega krefjandi, gefandi, lærdómsrík, fjölbreytt og skemmtileg. Svo skemmir ekki að ég er að vinna með algjörum snillingum og frábærum yfirmanni. Getur maður beðið um eitthvað meira?

Hinn eini sanni er á sjó.. nýtti því helgina í lærdóm frá 9 á morgnanna til 11 á kvöldin, með smá ræktarpásum. Búið að vera svo mikið að gera í vinnunni að lærdómurinn hefur eitthvað setið á hakanum þessa önnina, en það er eitthvað sem sem hefur aldrei gerst hjá mér áður. En eftir þessa helgi er allt komið í lag í lærdómnum, en nóvember verður strembinn, en auðvitað líka skemmtilegur:)


 1. er hægt að vera eitthvað meira sætir?, 2. elskubesta mamma mín, 3. samantvö, 4. Afi og Elmar Ottó


1. ein af ástunum í lífinu, Pollurinn, 2. Elmar Ottó gullmoli ,3. mæðgur á árshátíð, 4. Tálknafjörður í Útsvari - gargandi snilld:)


Hafið það gott