Sunday, January 19, 2014

Ímyndunarveiki

Ég kom heim til mín 2-3 leitið síðastu föstudagsnóttina. Labbaði að útidyrahurðinni og hugsaði með mér að ég væri minna hræddari að sofa ein í Grindavík heldur en ein í Reykjavík. Ég fór úr skónnum og hengdi upp úlpuna og fattaði svo að ljósin í loftinu voru ekki eins og ég skyldi við þau. Hjartað fór á milljón. Ég ákvað að opna forstofuhurðina extra rólega og sá þá að hurðin inn í þvottahús var opinn. Hjartað stoppaði. Hugsaði með mér að einhver væri inn í íbúðinni. Tók upp símann en hugsaði að það væru allir sofandi og að ég vildi engan vekja. Tók örfá róleg skref og sá þar þennan glæsilega pakka á eldhúsborðinu. Hló að sjálfri mér að vera svona ótrúlega ímyndunarveik. Opnaði svo pakkan og las yndislegt kort frá Ingólfi, hann hugsar greinilega vel um prinsessuna sína hvar sem hann er, landi eða sjó. 



Annars átti ég ljúfan afmælisdag og fékk fallegar og góðar gjafir.

Núna hlakka ég endalaust til að vakna á morgunn og sækja Ingólf niður á bryggju. Jesús minn, ég skil ekki hvernig konur geta verið svona án mannanna sinna og fá ekki að heyra í þeim í nokkra daga. Þegar ég skutlaði Ingólfi á sjóinn fyrir alltof mörgum dögum síðan fékk ég grínlaust illt í hjartað. Fór svo reyndar heim og huggaði hjartað með pizzu, snakki, nammifroskum, appelsíni í gleri (okay tveim flöskum) og last but not least karmelluís. Já, mér var virkilega svona illt í hjartanu! Með þessu áframhaldi verð ég orðin fjórföld þegar hann hættir á sjó.

Enda þetta á tveim myndum af mygluðum og nývöknuðum skvísum sem skelltu sér í Bláa lónið í morgunn.



Kv. Sigríður Etna

Tuesday, January 14, 2014

Adidas

Þegar það er alveg biluð rigning úti eins og var um daginn þá fæ ég smá gott í hjartað mitt og hugsa að ,,nú sé rétti tíminn" til að fara í eina uppáhalds flíkina mína.


Árný systir keypti þessa regnkápu fyrir ábyggilega 10 árum? á flóamarkað í London. Ég var svo ótrúlega heppin að fá hana "lánaða" fyrir þó nokkrum árum.


Er reyndar ekki nógu dugleg að nota hana. En þar sem ég er nú flutt í Grindavík ætti ég að fá fleiri tækifæri til þess, enda er svolítið oftara rigning hér heldur en Tálknafjarðarmærin er vön. En þá er líka um að gera að sjá það jákvæða við rigninguna, sem er jú að geta klæðst elskunni minni oftar.

(Freðin endajaxlapía að reyna að brosa í gegnum tárin)




Sunday, January 12, 2014

Var að verða vitlaus á því að ekkert gerðist í ritgerðarskrifum. Datt því í hug að nota eitt aukaherbergið hér í Grindavík city undir lærdómsherbergi. En það herbergi var ekki búið að fá neitt hlutverk, safnaði aðeins drasli, þó aðallega bókum og föndurdóti. 

Tók mig því til í gær, raðaði upp nokkrum bókum, flokkaði föndurdótið í kassa og setti það inní skáp. Reddaði mér borði, borð sem er mikið eldra en ég og skrifborðsstól (sem er ekki eldri en ég if you were wondering, hehe)

Bjó til horn fyrir ritgerðarsmíð. 



Núna þarf ég virkilega að fara að ákveða hvað ég ætla að gera við þessar bækur. Semí hausverkur, tými ekki að henda, flestar kiljurnar hafa farið yfir Evrópu og Thailand og margar skemmtilegar gjafir + barnabækur. Einhvernveginn held ég að maður lesi þær e.t.v. ekki aftur en langar samt ekki heldur að setja þær ofan í kassa = lúxusvandamál já.


Já elsku blóm, hérna munu hlutir gerast, hér gerast kraftaverkin.


Ég finn á mér að hér muni svoleiðis hrúgast inn blogg á þessari önn. Það er ekkert grín að ætla að skrifa ritgerð þar sem nánast engar heimildir eru til. Þegar heilinn frosnar verður því eflaust kíkt hingað og hent einhverju "lífsnauðsynlegu" og "bráðgáfuðu" efni inn.

Thursday, January 9, 2014

Sigríður Etna - jaxl

Já gott fólk - árið 2014 er svo sannarlega byrjað!

Ég losnaði við tvo gamla og góða á þessu yndislega ári, þ.e. tveir endajaxlar farnir. 




ALDREI aftur endajaxlataka takk fyrir takk.

Ég missti endalausa vinnudaga út fyrir ca. 3 árum síðan þegar fyrstu tveir jaxlarnir fóru. Sú aðgerð fór og gekk væga sagt illa. Verkirnir þá + nýrnasteinninn góði voru án efa versti sársauki sem ég hef upplifað.

Ég lofaði sjálfri mér að gera ALLT rétt í þessu tannveseni í þetta skiptið! Þannig með miklum aga + vonandi góðri heppni mun þetta vera ágætt. 

Agi, agi, agi - á fyrsta degi er ég orðin þreytt á jógúrti. Fór því og sótti safapressu til tengdaforeldranna. Hef aldrei verið mjög hlynnt safakúrum og mun ég því í þetta skipti komast næst því að upplifa einn slíkann. 

Annars er ég byrjuð á lokaritgerðinni minni í tómstunda- og félagsmálafræði - sem á hug minn allan þessa dagana. Mér finnst þetta verkefni vera mjög krefjandi og gríðarlega spennandi. Get ekki beðið eftir lokaútkomunni!



Það er allavega komið nafn höfundar, titill ritgerðarinnar verður þó að bíða örlítið lengur og fá smá meiri fínpússun;)

Wednesday, January 1, 2014

Nýtt ár - ný tækifæri

Mikið rosalega sem mér hefur fundist gaman að lesa alla áramótastatusana á facebook. Finnst gaman að sjá þegar fólk tekur saman árið sitt.

Ég var ekkert obboslega spennt fyrir árinu 2013, en það kom svo sannarlega á óvart og var án efa lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað. Það sem stendur uppúr er nýja vinnan mín, sem ég elska svo mikið. En hún hefur kennt mér svo margt. Þar hef ég lært mikið um sjálfa mig, hver mín takmörk eru, geta, kostir, gallar og hef ég öðlast mun sterkari sjálfsmynd. Ég hef fengið að kynnast svo frábæru ungu fólki og yndislegum vinnufélögum.

Nokkrir punktar og myndir frá 2013:

*Vinnuferð með frábæru vinnufélögunum mínum til Amsterdam



*Varð 22 ára og fékk langþráða harmonikku í afmælisgjöf frá mínum allra besta.





*Raggi og Liu giftu sig.





*Fór í vettvangsnám hjá Rauða krossinum, kynntist starfsemi í Konukoti, Kvennaathvarfinu, Frú Ragnheiði og Vin.


*Ég og Ingólfur eignuðumst yndislega frændur, Elmar Ottó og Ingiberg




Við hjúin fórum í frábæra páskaferð á Akureyri




Ingólfur útskrifaðist úr Vélskólanum




Upplifði rólegasta og mest kósí sumar ævi minnar á Tálknafirði





Fékk tækifæri á að fara í ótrúlega siglingu undir Látrabjarg




Kynntist Vitiligo meira og meira, sá áhrif þess yfir sumartímann. Sættist við það og tek varla eftir því í dag



Elsku pabbi minn varð sextugur. Við systkinin gáfum honum heldur betur ógleymanlega gjöf



Árni systir og Maggi giftu sig. Ég er því núna eina ógifta systirin í fjölskyldunni!



Bjó ein á Rauðalæknum í tvo mánuði - stelpan sem á erfitt með að sofa ein neyddist því til að þroskast og lærði margt á einverunni.





*Við seldum íbúðina okkar í Laugardalnum


Við keyptum okkur íbúð í Grindavík í staðinn.


*Fór í frábæra ferð rétt fyrir jólin til New York, með Ingólfi 




Þó að 2013 hafi verið ótrúlega þroskandi, lærdómsríkt, gefandi og gott þá er ég sannfærð um að árið 2014 verði árið mitt. Ég skrifaði smá lista fyrir sjálfa mig af því sem mig langar að afreka á árinu. Ég hlakka mest til að útskrifast úr HÍ og auðvitað giftast Ingólfi.
Ég er svo sannarlega tilbúin í 2014, alla slagina sem ég mun takast á við og alla sigrana sem ég mun sigra. 

Ég vona að 2014 verði ykkur öllum gæfuríkt, fullt af ást og hamingju.


Sigríður Etna