Monday, June 16, 2014

Torrevieja

Apríl- og maímánuðir voru svolítið mikið strembnir og tóku vel á, bæði líkamlega og andlega. En í lok maí var ég svo ótrúlega heppin að vera boðið út í sjö daga til Torrevieja á Spáni. Við fórum viku eftir lokaskil á B.A. lokaritgerðinni minni og tókst manni að slaka vel á. Til að gera ferðina ennþá skemmtilegri kom Freymar bróðir með.

Maður náði að hlaða dýrmæt batterí og ákvað ég að láta nokkrar myndir fljóta hingað inn:)

svolítið mikið þreytt að leggja í hann

Fljótlega byrjað að sóla sig

ljúfa líf

Við gistum hjá Sísí frænku og var hún með sundlaug í garðinum, sem var mjög fínt.


Á leiðinni í laugina:)

aðeins verið að næra sig

Coolkids á leiðinni á ströndina.

Það er ljótt að hlæja að óförum annarra!

Sátt við lífið

Rákumst stundum á gamla manninn, afa Ingólfs sem var úti á sama tíma og við:)

ein af mörgum ferðum inn í þessa búð

Verið að spá í spil

Þessi stóð sig vel í spænsku umferðinni

:)

Saturday, June 14, 2014

Bridezilla?

Eftir akkúrat mánuð verð ég orðin frú .. já!

Það sem ég get ekki beðið eftir að fá að giftast þessum

Hefði ég ein fengið að ráða (og átt sand af seðlum þegar ég var í skóla) þá væri ég sko löngubúin að giftast honum.

Síðasta sumar eyddi ég endalausum tíma inn á pinterest og safnaði hugmyndum fyrir brúðkaupið. Við Ingólfur höfum verið alveg þokkalega sammála um allt sem við viljum og var ég einhvernveginn viss um að ég yrði superuper skipulagða soon to be bride. En, allt kom fyrir ekki og var ég voða lítið að kippa mér upp við undirbúning í vetur. Gerði eitthvað örlítið þar, örlítið hér. 

Ég hef alltaf reynt að einblýna á það sem skiptir í raun og veru máli, að giftast Ingólfi og er það einmitt það sem ég er spenntust fyrir - að giftast þessari elsku og fá að eyða þessum degi með honum (jú og auðvitað bráðskemmtilegum ættingjum og vinum!). Ég ætla ekki að fara að kippa mér upp við einhver smáatriði sem muna klúðrast - þetta reddast!


Einhver partur af brúðkaupskortunum sem fóru svolítið seint af stað og Ingólfur þurfti alfarið að sjá um vegna lokaritgerðarskrifa hjá mér.

Á sunnudeginum síðasta þurftum við þó að setja í 6 gír og gjöra svo vel að fara að gera eitthvað klárt. Vikan sem er að líða var því þétt skipuð af allskonar símhringingum, e-mailum, sækja, skutla, búðarferðum o.fl.. Það er bara gaman, sérstaklega þegar maður er að skipuleggja þennan yndislega dag með jafn frábærum manni og Ingólfi!

Sunday, June 8, 2014

Gæs

Já lífið hefur verið á fleygiferð síðustu mánuði og allt að gerast. Tíminn hefur liðið hratt og lítið af honum eytt hér.

Langar samt að láta örfáar myndir frá gærdaginum hingað inn, því ég átti alveg frábæran dag með 17 yndislegum systrum, mágkonum og vinkonum. Sumar lögðu langt ferðarlag á sig til að taka þátt í þessari skemmtilegu gæsun sem ég er alveg í skýjunum með:) - þúsund þakkir stelpur. Er svo heppin að eiga ykkur allar að.







y-n-d-i-s-l-e-g-t