Monday, June 29, 2015

Þingvellir

Fjölskyldan hans Ingólfs á æðislegan sumarbústað uppá Þingvöllum. Mér finnst alltaf jafn gott að fara þangað, jafnvel þó það sé bara í heimsókn í nokkra klukkustundir. Bústaðurinn sjálfur er æði og svo er umhverfið í kringum hann einstakt, paradís sem býður svo sannarlega upp á fullt af ævintýrum.

Við litla fjölskyldan skelltum okkur þangað um daginn og fengum góða gesti með okkur. Dúdda systir deildi myndum á síðunni sinni um daginn. Þið getið séð þær hérna. Þar sem ég ætlaði alltaf að vera eins og Dúdda þegar ég yrði stór þá er bara eins gott að gera eins í þetta skiptið og deila mínum;)


Verið að sækja vatn í brunninn 

mæðgur<3

með elsku Erlu Maren

Þessi kann að hafa það gott

Gott að hafa sterka karla með í göngutúr þegar maður verður þreyttur í fótunum

Ljúfa lífið með þessum

Ragna Evey er svo stútfull af ást og kærleik og er dugleg að deila því með öðrum;)

Hjálparhellur

..alltaf líf og fjör (oftast allavega!)

Monday, June 22, 2015

Jónsmessuganga

Mig hefur alltaf langað að komast í Jónsmessugönguna hér í Grindavík. En hún er haldin ár hvert. Loksins loksins var ekkert sem stoppaði núna og því létum við Ingólfur vaða, ásamt góðum vinum.Þátttakendur gengu saman að Þorbirni og upp hann. Þar var kveiktur varðeldur og Eyþór Ingi tók nokkur lög. Eftir það var labbað niður Þorbjörn og í Bláa lónið. Eyþór Ingi mætti þangað og spilaði til miðnættis.

Ég get ekki líst því hve mikið ég þurfti á þessu kvöldi að halda. Nærandi fyrir sál og líkama. Íslenska náttúran er svo töfrandi, svo rómantísk:)

Friday, June 19, 2015

Heima

Við fjölskyldan fórum vestur í maí og vorum þar í tvær ó svo ljúfar og góðar vikur.

Eins og alltaf þegar maður fer heim, þá er nóg að gera. Við erum ekki að hata það. Þessi ferð var engin undantekning því sauðburður bættist ofaná allt saman. Yndislegur tími.

Langaði að deila nokkrum myndum frá ferðinni:)


Ótrúlega gaman á leiðinni vestur, þessi tvö sváfu megnið af leiðinni;)


Leik- og grunnskólinn kíkti í heimsókn og skoðuðu lömbin


Mamma og pabbi að sýna þeim hvernig á að marka lömbin


Krútt


Allir fengu djús og muffins ala Ingólfur og Etna


Þessi var mjög áhugasöm í fjárhúsunum


margt spennandi í gangi
Kolur, Ingólfur og litla Ingó/EtnaYndislegar frænkurSófakúr
Pabbi, með pabba sinn og mömmu í baksýnKaffistofan hans pabba, útí fjárhúsum, kemur sér extra vel í sauðburði


Klukkan fjögur um nóttu. Á leiðinni inn að sofa. 


Wednesday, June 17, 2015

Change of plans

Úff, smá stresshnútur í magann.

Í endaðan maí sagði ég upp vinnunni minni í Fjölsmiðjunni á Suðurnesjum. Mig langar að vera heima næsta vetur með stelpuna mína, eða þar til hún kemst inná leiksskóla. Ég ákvað því að sækja um í ÍAK einkaþjálfaranámi hjá Keili. 

Ég fór í viðtal til þeirra í síðustu viku og var svo að fá þennan póst:Veit ekki aaaalveg hvað ég er búin að koma mér útí. Er samt svakalega spennt að prufa e-ð nýtt. Það er svo gaman að læra eitthvað sem maður hefur áhuga á. 
Núna verður spýtt í lófana og reynt að styrkja sig þónokkuð í sumar, boyóboy!

Tuesday, June 16, 2015

Virkið okkar

Þegar við fjölskyldan komum að vestan í endaðan maí ákváðum ég og Ingólfur að leggja þáttaáhorf okkar aðeins á hilluna svona yfir sumarið. Eins yndislega kósí og það er að horfa á þætti á kvöldin, jú og þegar maður er extra latur á daginn, að þá tekur það brjálæðilega mikinn tíma frá manni.

Síðan þá höfum við verið eiginlega alveg á fullu í að gera allskonar. Klára hluti sem hafa setið á hakanum og jú, byggja þetta svaka virki!


Við ákváðum semsagt að búa til niðurgrafinn pall fyrir framan húsið. Það þurfti því að moka þrem vörubílum af jarðveg að framan til að byrja á herlegheitunum. Þetta er búið að taka smá tíma hjá okkur já, en góðir hlutir gerast hægt. Eins og einhver sagði einu sinni.

Ég get ekki beeeeðið eftir að geta sest á pallinn bráðlega. Þangað til er lúxusinn ekkert svakalegur


 (Eins og sést glögglega á þessari mynd, þá eru sumarblómin reddý á pallinn;)


Það sem maður elskar þegar þessi lætur sjá sig, úff...

Reyndi að taka rosa fína selfie í sólinni, það gekk ekki betur en þetta:


En það er ekki alltaf hægt að vera sætur!