Saturday, April 19, 2014

Útskriftarnemi í tómstunda- og félagsmálafræði

Tveir mánuðir síðan síðast. Hef haft það þannig að þegar "bloggandinn" er ekki yfir mér þá sleppi ég þessu alveg, enda snýst þetta bara um að gera það sem mér finnst skemmtilegt - ekki flóknari en það.

Síðustu vikur hafa verið gríðarlega viðburðarríkar, gleðilegar og erfiðar. Mikið að gerast.

Hef verið að hamast við að skrifa B.A. ritgerðina mína sem ég skilaði til fyrsta yfirlestrar fyrir rúmri viku. Strax eftir það var farið að undirbúa sig undir málþing tómstunda- og félagsmálafræðinga. En þar kom bekkurinn minn saman og kynnti lokaverkefnin sín. Það gekk stórkostlega. Eftir áhugaverð erindi hélt gleðin áfram með bekknum þar sem við fórum á Argentínu að borða með kennurunum okkar.


Mörg falleg orð fengu að ferðast á milli bekkjarfélaga og kennara þennan dag og í enda hans var ég svo brjálæðislega hamingjusöm. Mér fannst líka skrítið að vera orðin útskriftarnemi. Mér líður eins og ég hafi verið að byrja fyrsta árið mitt í gær. Námið sem ég valdi mér gat enganveginn passað mér betur og hefur það gert mig að þeirri manneskju sem er í dag. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið bestu kennarana og frábæra samnemendur. Þvílík forréttindi að fá að vera samferða þessum meisturum.


Þegar ég kom heim eftir langan dag biðu þessi mín ásamt fallegu bréfi frá mínum besta. Ómetanlegt að eiga hvetjandi mann.

Síðustu dagar hafa því verið hálfgerður rússibani, gleði að vera að útskrifast en leiðinlegt að þetta sé allt að verða búið. 

Eftir svakalega skólatörn keyrði ég vestur og hef verið að hafa það of gott held ég. Yndislegt að vera komin til fjölskyldunnar, Pollurinn á morgnana, Pollurinn á kvöldin, borða of mikið, sofa, horfa mikið á sjónvarp, göngutúrar. Living the good life, haha.

Eftir tvær og hálfa viku verður skólagöngu minni lokið í bili og hlakka ég mikið til. Þá mun ég vonandi geta sett eitthvað áhugavert hingað inn;)