Wednesday, June 19, 2013

DIY - ræktarbolir

Þegar Ingólfur kom heim úr vinnunni í gær þá fékk ég hann til að taka mynd af sveittu kærustu sinni. Ekki það að mér finnist gaman að láta taka myndir af mér sveittri eftir góða æfingu heldur til að geta sýnt ykkur smá DIY .. en ég geri mjög lítið af því.

Eitt kvöld í vetur þegar ég var ein heima þá sótti ég 3 boli ofan í skúffu, boli sem ég nota aldrei því a.) mér fannst þeir ekki flottir eða b.) var ekki að fýla þá. Fyrsti bolurinn eyðilagðist, já, fyrsta tilraun heppnaðist semsagt mjög illa þar sem ég klippti hann á endanum í einhverjar ræmur, jæja áfram  hélt ég - óð með skærin.


Næsti bolur sem fékk að finna fyrir því var þessi hér. Ég ákvað að hafa framhliðiná á "nýja" bolnum hvíta og nota bláa munstrið í bakhliðina.


Þegar bolurinn var klipptur og bundin saman í endann þá datt mér í hug að prufa að stennsla á hann í vinnunni minni. Ég hafði aldrei stennslað áður og því var myndin of neðarlega, hefði vilja hafa hana örlítið ofar. En eins og mamma mín segir alltaf ,,þá er það bara betra"!


Næst var það DEAD-bolur, en mér fannst sniðið á honum vera óþægilegt. Finnst persónulega langþægilegast að vera í hlýrabolum, loveitloveit.


Útkoman:



Ég náði ekki að taka mynd af bakinu á þessum bol, en ég klippti það eiginlega í sundur þannig það er allt í svona opnum röndum á bakinu. Er bara nokkuð sátt með útkomuna! Það kom mér skemmtilega á óvart hvað þetta væri ekkert mál (fyrir utan fyrsta bolinn;) !)

Gott að eiga þessa þegar maður gerir æfingar í stofunni, en það er jú ein uppáhalds ræktarstöðin mín:)


Tuesday, June 18, 2013

3 daga helgi - gleði!

Þetta líf er búið að vera svo rosalega rólegt og normal að það er e.t.v. ekki margt til að setja hér inn. Átti reyndar svakalega góða helgi, mikið rosalega sem ég þarfnaðist að fá 3-daga frí. 

Á föstudag fórum við systkinin í Flókalund að borða og í sund í Reykjarfirði. Laugardagurinn fór í girðingavinnu og smá "mömmstund" með elsku mömmu minni. Sunnudagurinn fór í að setja niður kartöflur og bátsferð undir Látrabjarg, sem var frábær upplifun. Nóttin eftir var hinsvegar ekki jafngóð upplifun þar sem ég gat lítið sofið vegna þess að bakið á mér var svo bólgið eftir bátsferðina. Er því búin að eyða svolitlum tíma í Pollinum að reyna að laga þetta bak mitt! Mánudagurinn var mikill letidagur, tiltekt, bauð fjölskyldunni í 17. júní kaffi, grill og kósí!



1. Þoka í Arnarfirði, 2. Systkini + Tara, 3. töffarar!, 4. Trostandsfjörður


1. Fegurð og fegurð, 2. Ingólfur að njóta sín, 3. skvísur, 4. jarðaberjamojito með jarðarberjum og myntu frá Eysteinseyri.


1. Hvað þarf marga Tálknfirðinga til að setja niður hornstaur?, 2. setja niður kartöflur. 3. töffarar í smá pásu, 4. maður getur ekki alltaf verið töff, haha.



Undir bjarginu, ótrúlegt..


1. inní helli í Látrabjargi, 2. kallinn að hringja heim og monta sig, 3. fengum að hoppa aðeins í land og kíktum á eitt hreiður, 4. Ingólfur að draga bátinn í land.

Vona að ykkar langa helgi hafi verið ljúf og góð:)


Monday, June 3, 2013

Lífið er lag..

Búnir að vera mjög rólegir en ljúfir dagar. Er svo mikið að elska Tálknafjörð, frí frá lærdómi og rólegheitin.
Er reyndar búin að vera með einhverja skítapest og því mikið búin að vera heima að lesa og drekka rótsterkt engiferte. En maður má ekki láta smá pest stoppa sig í að gera eitthvað skemmtilegt;)


1. Reddí á Svörtum fötum ball, woopwoop. 2. Amma og afi, þau krúttlegustu, á nýja kaffihúsinu á Tálknafirði. 3. Ingólfur og Jón Júlí. 3. Smá rólófjör


1. Tálknafjörður frá varnargarðinum. 2. Ingó og Rómeó.. (2x rómeo!) 3. Rólófjör. 4. Heimilið í sumar



1. Göngutúr í skógræktinni. 2. Sumardagur í vinnunni. 3. Minn besti að fá sér snarl eftir ball. 4. Te og bókalestur - lífið er ljúft!