Tuesday, September 30, 2014

Jamming...

Fyrr í sumar í göngutúr í kringum Þorbjörn fundum við Ingólfur þessi ótrúlega girnilegu hrútaber. Ákváðum að tína eitthvað og prufa að gera sultu.

Við reyndum að googla eitthvað + fara eftir leiðsögn frá fjölskyldumeðlimum. 

Eldhúsið okkar var ekki það girnilegasta eftir á, eiginlega eins og einhver sælgætisverksmiðja því það var allt rautt og klístrað.  
En eftir að hafa tínt berin, hreinsað, sett í safapressu, soðið og sett í krukkur fengum við líka þessa geggjuðu sultu/hlaup.Daginn eftir var mér boðið í lautaferð strax eftir vinnu þar sem var prufað að smakka í fyrsta skipti með ostum, himneskt!.svo fallega rauð og góð!


Gæti ekki fyrir mitt litla líf sagt hvað er í sultunni, búin að gleyma því fyrir löngu. En hún er góð og áhugasamir eru alltaf velkomnir að koma og smakka;)

Saturday, September 27, 2014

Tálknafjörður

Fyrir rúmri viku flaug ég heim, til Tálknafjarðar. Var þar í fimm daga og það var svo ljúft.
Gaman að sjá fjörðinn sinn í haustlitunum.Gerðist reyndar lítið meira þar heldur en hér fyrir sunnan. En guð minn góður hvað það var gott og nærandi að vera nálægt fólkinu sínu.Ragna Evey litla ljós er rosa dugleg að láta mann vita að hún elski mann, strýkur kinnarnar og hárið og segir manni að maður sé krútt. Hún spyr endalausra spurninga og þá helst um litla barnið sem er á leiðinni og er hún alveg viss um að það sé stelpa, sem eigi að heita Sara í þokkabót. Þvílíkur meistari sem barnið er.Fyrsti og síðasti göngutúrinn .. rölt á þessum hraða reyndar, Elmar Ottó 18 mánaða vildi fá að keyra og vildi enga aðstoð!
Mömmumatur, kvöldkaffi og samvera með fjölskyldunni - ómetanlegt þessa stundina!

Flaug aftur suður síðasta þriðjudag, þá komin með meiri verki en vanarlega og því skellt sér enn og aftur uppá LSH þar sem læknarnir og ég vorum viss um að núna kæmi krílið í heiminn. Pínu hræðsla í gangi, en það kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart og ætlar að bíða eitthvað lengur.


Friday, September 12, 2014

Í Pollýönnuleik

Í dag er fyrsti dagurinn minn þar sem ég á að vera heima og gera ekki neitt. "Aðeins" 11 vikur eftir, ef við verðum svo heppin.


Health, Food and Love

Það er ótrúlega skrítið að vera hraustur og mega ekki gera neitt, manni líður örlítið eins og fanga í eigin líkama. Í 20 vikna sónar kom nefnilega í ljós að litla krílið okkar sem er væntanlegt í endaðan nóvember væri með nýrnagalla og því geta fylgt allskonar áhugaverðir og "stórskemmtilegir" kvillar. Ég fékk einn af þeim, sem er of mikið legvatn og út af öllu þessu vatni, (sem veldur aðeins of stórri kúlu að mínu mati hehe) fæ ég samdrætti eftir samdrætti. 

Nýrnagallinn er ekki eins alvarlegur og talið var í fyrstu og greinilegt er að krílið sé jafn sterkt og mamma sín;) Við höfum því farið í margar læknisheimsóknir og jesús minn hvað íslenskir heilbrigðisstarfsmenn eru miklir englar! Í gær var lyfjaskammturinn minn tvöfaldaður og mér sagt að hætta að vinna. Bilaðar tilfinningar í gangi og endalaust vinnusamviskubit.


faith

Ég hef alltaf verið að drífa mig að öllu, koma sem flestu í verk, gert flest hratt og í þokkabót hreyft mig mikið. Núna er það heldur betur búið að snúast við og það er skrítið að upplifa lífið svona í slow motion;)

Núna þarf maður því að fara í Pollýönnuleik. Hér heima er komið nýtt sjónvarp, appletv (sem á reyndar ennþá eftir að setja upp), búið að redda bókum, púslum og ég veit ekki hvað og hvað.
Verst af þessu öllu er að núna finn ég hve ótrúlega mikið ég væri til í að hafa fjölskylduna mína nálægt, þá sérstaklega mömmu. Söknuður og heimþrá á hæsta stigi! Ég hef undanfarin ár fundið hvernig naflastrengurinn milli mín og mömmu er að slitna (eða allavega lengjast;) og núna undanfarið fyrir aukinni þörf á stuðning frá Ingólfi, en núna, boy ó boy. Hef nokkrum sinnum grátið ,,ég vil fá mömmu" - já upphátt, eins og lítið baby. Hjálpi mér.


Keep Calm and Hug your Mom #keep_calm #mom #pink

Lít á þetta sem einn eitt verkefnið og það er eins með þetta og öll önnur verkefni - mig langar að standa mig vel og stefni auðvitað eindreigið að því:)