Friday, May 8, 2015

Eurománuður

Það sem ég eeeeheeelssska maímánuð.

Sumarið fer að koma, lömbin skjótast í heiminn og hið allra allra besta = Eurovision.

Ég hef haft mikinn áhuga á þessari keppni alveg síðan ég man eftir mér. Nei það er kannski lýgi. Alveg síðan ég var 8 ára, þegar Selma tók þátt með All out of luck. Ábyggilega eina skiptið sem öll fjölskyldan horfði á stigagjöfina saman. Gjörsamlega að rifna úr spenningi. Man meira segja eftir Ragga bróðir stappandi niður fótunum, labbandi fram og til baka að blóta Svíþjóð í sand og ösku. 

Eftir 6 daga förum við litla fjölskyldan vestur í sauðburð og þar verður haldið hátíðlega upp á Eurovision. María á eftir að skjótast upp úr riðlinum sínum á fimmtudagskvöldinu og standa sig vel í úrslitunum. Er pottþétt á því. En þangað til heldur maður sig við að horfa á endalaust af eurovision video-um á youtube. Það er einmitt lýsandi fyrir maímánuð.

Set nokkur skemmtileg hérna:

Eitt í miklu uppáhaldi. Frakkland árið 2001. Natasha St-Pier - Je n'ai que mon ame. Endaði í 4. sæti.



Það er aaaallt skrítið við þetta lag. Elton John look a like, handahlaup og textinn, jesús. Belgía árið 2002. Sergio & the Ladies - Sister. Endaði í 13. sæti.



12 ára Sigríður hélt svakalega uppá þetta lag. Króatía 2003. Claudia Beni - Vise nisam tvoja. Endaði í 15. sæti.


Uppáhalds lagið mitt árið 2003. Jesús, ekki spyrja mig af hverju! Reyndar hlustaði ég svo sjúklega mikið á geisladiskana frá árið 2003 og 2004 að mér fannst nánast öll lögin orðin góð. Kunni þau öll, sama hvaða tungumál. Söng þau öll með mikilli innlifun (og auðvitað alveg sjúklega vel líka!) Endaði í 10. sæti.



9 ára gamalli Sigríði fannst Noregur árið 2000 vera mjög svo gott. Charmed - My heart goes boom. Nostalgía. Endaði í 11. sæti



Ég gæti haldið áfram í allan dag!
..okay bæ..