Tuesday, February 18, 2014

Sjúkt ástand

Já, lífið getur ekki alltaf verið fullt af gleði og hamingju. Maður verður víst að eiga erfiða daga til að eiga þá góða.

Fór í vinnuferð á Akureyri um helgina, fékk flensu og var veik nánast allan tímann. Ég og Guffa með celebunum í lífinu okkar á Akureyri

Þurfti að taka þetta á mjög dramatískan hátt, sem var ömurlegt. Leið yfir mig í skíðaskálanum í Hlíðarfjalli og fór með sjúkrabíl uppá slysó. Eftir rannsóknir þar flaug ég beint suður þar sem Ingólfur tók á móti mér. Kom heim og svaf nánast stanslaust í 16 klst og leið þá betur.Veik áfram í gær og svo núna í dag. Vona að þetta sé síðasti dagurinn í veikindum og að ég geti haldið áfram í vettvangsnáminu mínu á morgunn. Ingólfur ákvað þó að taka aðeins þátt í þessu með mér, smá samúðarveikindi hjá elskunni og fór hann að æla í nótt. Það ríkir því frekar sjúkt ástand hér á Árnastíg.


maður getur ekki alltaf verið gordjöss (fyrir utan Ingólf, því hann er alltaf fab!)


Því verður horft á video hérna í dag og borðað mikið af ís. Það er nú allt í lagi?

Saturday, February 8, 2014

Erfiður laugardagsmorgunn?

Það var aðeins eitt sem kom mér frammúr í morgunn. Vaknaði úldnari en allt, lá og velti mér í rúminu, reyndi að finna mér milljón ástæður til að fara frammúr. Klukkan að nálgast 12 á hádegi þegar ég mundi eftir súkkulaðinu sem Toyota skildi eftir í bílnum eftir viðgerð. Eins mikið svekk og það er að borga 100.000 í bílaviðgerð þá er þá smá plástur á sárið að sjá smá súkkulaði á mælaborðinu, svona til að hjálpa sér í peningarsorgarferlinu.

Klæddi mig í, labbaði út í bíl, sótti stykkið, en rétt áður en ég ákvað að fá mér bita taldi ég sjálfri mér trú um að ég gæti e.t.v. fengið mér epli til að vega uppá móti óhollustunni. Elsku sannfæringarkraftur.

Breakfast of champions

Það er sól úti, finnst eins og ég hafi ekki séð vinkonuna í smá tíma. Þannig í staðinn fyrir að sitja inní stofu að læra, með sólina í augunum (já við erum ekki ennþá komin með gardínur í höllina!) þá lokaði ég mig af inn í herbergi þar sem engin sól kemst inn um gluggan.

Og í stað þess að gera eitthvað að viti og þá sérstaklega tengt lærdómnum, þá veit ég uppá hár hvað er að frétta í öllum helstu fjölmiðlum og hvað hið ólíklegasta fólk er búið að blogga um. Geri aðrir betur!

..nú hringi ég í Jens!

Friday, February 7, 2014

Sérstök og lærdómsrík vinnuvika liðin og vertu svo mikið velkomin elsku helgi

Lærði margt á síðustu dögum og þá kannski allra helst meira á sjálfa mig. 

Eftir erfiða viku og svona rétt fyrir helgina var gott að fá sinn allra yndislega heim í nokkrar klukkustundir, fara yfir vikuna og njóta hverrar stundar saman.

Held að þessi einvera eigi eftir að gera mig sjálfstæðari, það hlýtur nú bara að vera. Það eru margir hlutir sem Ingólfur sér bara alltaf um, gott dæmi um það er t.d. að ég byrjaði að taka bensín sjálf fyrir mjög stuttu síðan, þá í algjörri neyð. Þegar ég var sótt í vinnuna í dag var sagt mér að það væri búið að fylla bensíntankinn og því fylgdi auðvitað ágætt glott - gott save fyrir næstu daga.

Maðurinn var þó nýfarinn út aftur í kvöld þegar hann fékk sendar tvær myndir, eina af tökkunum af uppþvottavélinni (sem er hálfgerð algebra fyrir mér, já nokkrir takkar) og svo aðra af fjarsteringunni. Varla búin að stíga um borð þegar ég skildi ekkert í neinu og óþolinmóð auðvitað. Þökk sé frábærri tækni komumst við í gegnum þetta saman og ég lærði mjög basic hluti haha. Maður er ruglaður - dekrað ruglaður kannski.

maður getur ekki verið góður í öllu og gert allt!One Tree Hill


Tuesday, February 4, 2014

Drottinn blessi heimilið

..já ég vona svo sannarlega að hann geri það:)

Mig hefur lengi langað í svona vegglímiða. Skammarlegt að segja það að þá ætlaði ég að kaupa mér slíkan um leið og við fluttum inn í íbúðina okkar í Laugardalnum, en það gerðist nú aldrei.


Þessi límmiði fæst í EPAL, á litlar 3700 kr. já eflaust það allra ódýrasta sem fæst þar inni. Sú verslun, eins skemmtileg og hún getur verið, er suddalega dýr. Flest þar inni er eitthvað sem maður getur aðeins látið sér dreyma um, allavega mun ég aldrei fyrir mitt litla líf kaupa mér stól á ca. 1.600.000 kr.!

Flestir hafa eflaust séð þennan vegglímmiða. En ef einhverjum langar að kaupa sér en sleppa að gera sér ferð í epal, á er linkurinn á vefversluninni ef einhver er áhugasamur hérna: 


Hef alltaf verið veik fyrir ,,Drottinn blessi heimilið" myndum, en þetta er svona smá öðruvísi. Finnst voðalega hlýlegt að sjá þessa setningu þegar ég kem heim til mín.


Saturday, February 1, 2014

allt og ekkert, meira ekkert

..heilar tvær vikur síðan síðast - þetta er ekki eðlilegt

Ekkert gerðist hér og eru tvær fullgildar ástæður fyrir því, eða allavega að mínu mati. Fyrri vikuna sat ég sveitt hér heima og hamaðist við verkefna- og ritgerðarskrif. Tilfinningin að skila þeim var ólýsanaleg, og verðlaunin ekki að verri kantinum, Ingólfur kom sama dag heim í sex daga.

Vettvangurinn minn byrjaði svo fyrir viku og að vera í 100% vettvang og rúmlega 40% vinnu er no joke pússluspil. Sérstaklega ekki þegar kallinn er í landi og manni langar að geta eytt einhverjum smá tíma saman.

En aftur minnkaði hjartað um tvær stærðir þegar ég skutlaði manninum niður á bryggju áðan. Í þetta skiptið náði ég þó að hemja mig og át ekki helminginn úr ísskápnum, né frystinum. Mikill sjálfsagi í gangi.

Er svo mikið tóm.. og held að eina sem bjargi mér núna er svefn.

 ..alveg að missa vitið á þessari, daginn fyrir skil

loksins skil - gleði 

Smá morgunnmatur þegar sjómaðurinn kom hjem


elsku amma kom í heimsókn alla leið frá Tálknafirði - þvílíkt yndi