Friday, October 19, 2012

að gera eitthvað sem er bara smá öðruvísi


Ég er ótrúlega mikil rútínu manneskja og finnst stundum óþægilegt að fara út fyrir minn ákveðna ramma. Ég lít á það sem stóran galla. En gallar eru víst til að vinna í þeim.

Fá ekki allir þá tilfinningu að þeim langi að gera eitthvað öðruvísi? Mér líður allavega oft þannig. En öðruvísi þarf kannski ekki að vera mikið öðruvísi, að fara í ferðarlag eða klippa hárið sitt stutt og breyta alveg um hárlit. 

Rúmlega 11 í gærkvöldi þegar ég lá mjög mygluð undir teppi, uppí sófa, nýbúin að horfa á einhverja bíómynd sem var of blóðug fyrir minn smekk bað Ingólfur mig um að koma út í göngutúr. 



Ég er bara eins og ég er og heilinn fór því á fullt. Hann byrjaði að telja upp ástæður af hverju ég ætti ekki að fara út; klukkan er svo mikið, það er svo kalt, ég er svo þreytt.

En svo ákvað ég að koma Ingólfi á óvart og segja já. Þannig við klæddum okkur vel, löbbuðum út í "bakgarðinn okkar", stóðum ein í myrkrinu alveg við sjóinn, í logni, crazy stjörnubjart, rosalegur kuldi, norðurljós og hin yndislega friðarsúla beint fyrir fram okkur í allri sinni dýrð. 


Þetta var nóg fyrir mig - eitthvað semí öðruvísi, eitthvað sem ég geri ekki oft.


Komum endurnærð heim um miðnætti og skriðum upp í rúm - vá hvað það var gott að sofna!


No comments:

Post a Comment