Thursday, October 25, 2012

elsku morgundagur


Í morgunn upplifði ég persónulegan sigur þegar ég fór í fyrsta próf annarinnar. Í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér fann ég ekki fyrir prófkvíða. Ég er búin að vera að vinna í þessum vonda prófkvíða í nokkur ár og loksins fær maður að njóta erfiðisins. 

Eins mikið og ég nýt þess að vera í deginum í dag þá get ég ekki beðið eftir því að kl. slái 12:00 á morgunn. Það er búið að vera alveg rugl mikið að gera í skólanum undafarið og ég er orðin svolítið þreytt á endalausum lærdómi.



Það er greinilega smá mál að vera í 40 djúsí háskólaeiningum, en það verður ó svo gott í enda annarinnar. 

En kl. 12:00 í hádeginu á morgunn ætlar yndislegur hópur sem ég hef tilheyrt alla önnina að klára að skila inn 45% helluðu aðferðarfræðiverkefni - get ekki beðið! 


OG...


...á morgunn legg ég líka af stað vestur á Tálknafjörð. Því um helgina er árshátíð þar og ég hlakka mikiðmikiðmikið til að fara heim og skemmta mér í góðra vina hópi! Það er ekki leiðinlegt að dressa sig upp, borða góðan mat, horfa á fyndin skemmtiatriði og dansa við sinn heittelskaða, systkini sín og vini:)



Hafið það gott:*


Sigríður Etna



No comments:

Post a Comment