Ys og þys, búin að skjótast út um alla borgina, fundir, plana o.fl..
Hef vantað svolítið mikið auka tíma í sólahringinn, allt á fullu og maður reynir að púsla öllu saman eftir bestu getu.
Búin að vera svo dofin. Endalaus þreyta, bugun, verkir og allt að gerast!
Hef stundum legið uppí sófa að læra þegar ég átta mig hvað tíminn líður, tek þá nokkrar æfingar á stofugólfinu, þ.e.a.s ef maður kemst ekki í ræktina þann dag - vitleysingur að hoppa um heima hjá sér = best að koma blóðrásinni af stað fyrir daginn.
En ég er spennt fyrir kvöldinu, fer með snillingana úr Holtinu í fimleika og svo koma elsku mamma og pabbi til mín, can't wait!
Sigríður Etna
No comments:
Post a Comment