Tuesday, October 1, 2013

My cup of tea

Ég hef því miður ekki verið mikil te-kona. Er kannski ekki sú auðveldasta í þeim málum heldur. Finnst flest te vond á bragðið og má ekki drekka koffein = complicated. Mér hefur einhvernveginn fundist það eina sem ég get fengið mér er heitt vatn með sítrónusneið og hunangi, sem verður augljóslega frekar leiðinlegt til lengdar.

Í sumar byrjaði ég þó að drekka magnesium fyrir svefninn, en ég á sjálf erfitt með svefn. Flestir fá ekki nægilega mikið af magnesium og sjálf fann ég þvílíkan mun eftir að ég byrjaði að drekka það - Hér getið þið lesið aðeins um málið.

Ekki skemmir fyrir að Dúdda systir lét mig fá góða sítrónudropa frá Forever Living, en þeir eiga að vera góðir við gigt, styrkjandi fyrir ofnæmiskerfið (fjölga hvítu blóðkornunum), eru góðir til að leysa um fitur, t.d. gall- og nýrnarsteina, eru ótrúlega frískandi o.m.fl..



Það er líka alveg ótrúlega gott fyrir kuldaskræfur eins og mig að fá sér einn bolla fyrir svefninn (og skemmir ekki fyrir þegar bollinn er svona fallegur eins og á myndinni;) !) Slær líka á nartlöngunina sem er alltaf jákvætt.



Hvað er uppáhalds te-ið þitt?

4 comments:

  1. Ég fæ mér oftast svart te (earl grey eða english breakfast), en finnst líka jarðaberja mjög gott, og piparmyntu, og sítrónu. :) Gaman að breyta til.

    Kv.Mæja

    ReplyDelete
  2. Ég má heldur ekki drekka koffein og er það mjög erfitt fyrir te-fíkilinn innra með mér. Te-in frá Pukka eru ótrúlega góð og flest laus við koffein (stendur á viðkomandi pökkum), úrvalið er líka ótrúlega spennandi. Svo er líka hægt að fá ávaxtate í Söstrene Grene sem er koffein laust.

    kv. Guðrún Þóra (Húsó)

    ReplyDelete
  3. Ég elska lakkrísteið frá Aveda og svo var ég að heyra um mint-caramel te sem fæst í Epal, á eftir að prófa það. En veit ekki með koffeininnihald í þeim samt. Svo er rosa gott að skella ferskri myntu eða engiferi út í teið sitt ;)

    ReplyDelete