Friday, August 22, 2014

Sæla

Maður hefði kannski ekki trúað því hve mikið gæludýr getur tengst einni fjölskyldu. Þegar ég var krakki gáfum við fjölskyldan pabba tíkina hana Sælu í jólagjöf. Hún átti að vera fjárhundur og stóð sig vel í því hlutverki. 

Núna er elsku Sæla farin og mikið rosalega sem það er skrítið. 

lítill hvolpur

Ingólfur gleymdi aldrei að taka Sælu með í göngutúrana fyrir vestan






að fara að smala - það besta


elskan eignaðist margamarga hvolpa

með vini sínum Mac





Sælan gerði svo ótrúlega mikið fyrir alla í fjölskyldunni - maður áttar sig á því núna.

Það verður skrítið að fara heim og þá vantar þessa glöðu sem tók alltaf á móti manni.

Sunday, August 17, 2014

Hitt og þetta

Kominn 17. ágúst - ótrúlegt.

Hef varla opnað tölvu þetta sumarið, enda komin með hálfgert ógeð af henni eftir skólastúss síðasta veturs.

Núna fer maður að vera duglegur að setja e-ð missniðugt hingað inn og vonandi fullt fullt af sumarmyndum. Myndir sem maður mun svo skoða í vetur og rifja upp góða minningar. Það er nefnilega það góða við þessi blogg, þau rifja allskonar upp fyrir manni:)

Hef ekkert langað að setja inn hingað í sumar og það er líka allt í lagi. Ég hef velt því fyrir mér til hvers maður heldur þessu bloggi út og finn að ég geri það einhvernveginn alveg bara fyrir sjálfa mig.

Ótrúlegustu hlutir fara á internetið - og það er líka bara allt í himnalagi!

Facebook IPO Doesn't Keep Them From Rolling Out New Features

Mér finnst samt margir svo duglegir að setja út á það sem fer inn á internetið og ekki bara það sem fólk er að blogga um heldur þá sérstaklega facebook.


,,Þessi setur of margar ræktarmyndir"
,,Þessi setur of mikið af selfies"
,,Þessi setur of mikið af myndum af börnunum sínum"
,,Þessi gerir svo langa statusa um allt og ekkert"
,,Þessi setur of mikið af matarmyndum"


Einhvernveginn virðist margir hlutir fara í taugarnar á fólki, sem ég skil ekki. Til hvers að fylgjast með einhverju sem fer í taugarnar á manni? Ég elska það að fólk seti og segi manni frá hlutum úr lífi sínu - annars væri jú ekkert til að skoða, t.d. á facebook.

HOW TO BECOME MY FRIEND.  TYPE   Brenna.Varga IN YOUR FACEBOOK SEARCH BAR AND CLICK SEND FRIEND REQUEST

Ég er ekki að setja mig upp á einhvern hærri stall því ég hef alveg dottið sjálf í þá gryfju að pirra mig á einhverju sem fer á facebook - en er algjörlega að reyna að snúa því við. Það sem ég þoli samt ekki er það sem fólk setur/gerir ekki á facebook. Því tók ég ákvörðun í sumar að eyða öllum af facebookinu mínu sem ég er ekki í samskiptum við daglega og setur aldrei neitt inn, ekki statusa, ekki myndir, like-ar ekki = ekkert.

Facebook Cover Photos : theBERRY

Það er endalaust hægt að pæla í þessu - þetta er allavega það sem ég hef verið að hugsa svolítið um undanfarið. Megið endilega commenta ef þið eruð ósammála/sammála:)

Hlakka til að henda inn minningum og myndum frá sumrinu ásamt mörgu öðru.