Friday, February 6, 2015

Heilsu- og lífstílsdagar Nettó

Í byrjun janúar voru heilsu & lífstílsdagar í Nettó. 25% afsláttur af heilsuvörum og þetta blað kom út..



..og hjólin fóru loks að snúast hjá minni.

Þegar ég fer út í búð þá lít ég alltaf á "heilsuvörurnar". Labba stundum að þeim meira að segja (ójá!) og á góðum dögum þukla ég e.t.v. eitthvað á þeim. Eeeen svo er þeim flestum skilað til baka í hilluna því ég veit ekkert hvað ég ætti að gera úr þeim.

En eeeekki lengur. Vegna þess að í þessu blaði voru ótrúlega margar uppskriftir. Ég fór að lesa blaðið og það heyrðist líka þessi brjálaði klukknagleðivælsöngur inn í hausnum á mér. Allt fór að taka á sig einhverja mynd.

Leyfið mér að útskýra:

1. Ég var komin með ógeð af því að elda/borða alltaf það sama. Sami hafragrauturinn, sömu boostin, elda það sama í hádegis/kvöldmat. Þar sem ég er rosalega lítil "slump" kona og held fast í allar uppskriftir þá voru þessar uppskriftir kærkomnar.

2. 20+ kíló bættust á litla kroppinn minn á 6 mánuðum. Jújú, dóttir mín átti nú eitthvað af þeim en það voru nú ansi mörg kíló sem ég var búin að vinna mér verðskuldað inn. Þær voru þónokkrar næturnar á meðgöngunni þar sem ég sat frammi að japla mér á morgunkorni, enda átti ég líka allar tegundirnar (smá ýkjur, en næstum því!) Tek það samt fram að ég græt ekki þessi kíló, finn ekki fyrir þeim, þ.e. EFTIR að barnið fæddist (áður en það fæddist leið mér eins og sextugum reykingarmanni, móð og másandi allan daginn!)

3. Jólin voru búin og eins og hvert ár þá var gúffað í sig - förum nú ekki að breyta því neitt.

4. Ég elska áramótaheit, strengi alltaf eitthvað eitt sem mig langar að bæta og í ár verður engin undartekning. Núna ætla ég að gera mitt allra besta til að henda engum mat!

Ég tek það fram núna að ég engin heilsugúru, og mun aldrei verða. Þetta blað var bara einmitt það sem ég þurfti akkúrat þarna. Ég mun elska minn sykur áfram, ó sweet sykur. 

Þess vegna var strax haft samband við Sæunni systir, sem einmitt vinnur fyrir Nettó og var einn af þeim snillingum sem stóð bakvið þetta blað! Ég hrósaði henni fyrir blaðið og við spjölluðum smá - enda er Sæunn svaðalegur heilsugrænmetisveganmeistarasnillingur. Endilega flettið upp Hugmyndir að hollustu á facebook, sjón er sögu ríkari!

Þær hálfsystur mínar komu svo færandi hendi í skírnina hjá Ingibjörgu Etnu og gáfu mér svaðalegan lager af gúrm vörum í afmælisgjöf:



Já.. ég raðaði upp og tók mynd!

Ég fór svo daginn eftir og bætti við:



Já.. ég gerði það aftur!

Núna ligg ég á allskonar uppskriftarsíðum og prufa allan andsk*****. Maður er alltaf að reyna við eitthvað nýtt, misgott reyndar en það er önnur saga, haha. Ég á eflaust eftir að deila einhverjum reynslusögum hér, vonandi fleiri góðum en slæmum.

Hér og hér getið þið svo séð tvö svona heilsu- og lífsstílsblöð frá Nettó og athugað hvort ykkur líst e-ð á uppskriftirnar þar:)

Tuesday, February 3, 2015

DV

Pistillinn sem ég skrifaði um daginn ,,Að eignast barn" fór ansi víða. Skrítið hvernig þetta virkar. Stundum ólgar bara inní mér, finnst ég verða að skrifa niður það sem ég hugsa. Svo lætur maður allt flakka og korteri seinna er allt komið á DV - lífið er skemmtilegt.

Á tveim dögum kíktu tæplega 3000 manns inná síðuna mína - you people are creycrey!


Ekki bara mest lesna "fréttin" í Fólk á DV, heldur meira lesið en "fréttin" um Klöru úr Nylon - hallóhalló hér er allt að gerast.

Mínútucelebið Sigríður Etna out!