Tuesday, July 7, 2015

Herbergið hennar Ingibjargar Etnu

Mér þykir mjög vænt um herbergið hjá prinsessunni minni. Þar dúllaði maður sér áður en hún fæddist, vildi hafa "allt" klárt áður en barnið kæmi. Barnið sem maður vissi reyndar ekki hvort væri stelpa eða strákur, svo herbergið var ekki jafn bleikt þá og það er í dag;)

Ég held að ég breyti e-ð til í hverri viku hjá elsku barninu. Mér finnst svo mikilvægt að eiga kósí herbergi, enda er Ingibjörg Etna hvergi eins dugleg að dunda sér og leika eins og þar inni.

Smellti nokkrum (slatta!) myndum núna í morgunn meðan litla lék sér:


Við Ingólfur gáfum litla hnoðranum okkar þessa mynd, hún er frekar stór og ofur krúttleg! 

 Lítil dúllumús í rúminu sínu góða (sem Dúdda systir var svo góð að lána okkur)


<3


Magga "systir" (móðursystir) gaf Ingibjörgu þetta fallega teppi 


elska litina 


Ég er crazy box lady. Box heilla mig endalaust, því minni - því betra! Fékk þetta í Söstrene Grene. Í Iitalla skálinni geymi ég svo hárbönd og snuddur.


Í fæðingarorlofinu er ég búin að vera ágætlega dugleg að panta allskonar á netinu, sérstaklega fyrir þá litlu. Prufaði að panta skó sem mig langaði að klæða hana í þegar hún var ungabarn, en þeir voru alltof stórir. Þannig þessir verða ábyggilega bara smá punt, sjáum til hvernig það fer;)


..frá Dúddu systir


Bleikur krummi sem litlan fékk í skírnargjöf frá systkinum mínum (Og í baksýn er hið yndislega ágústverkefni okkar hjóna, að taka bakgarðinn í gegn haha)


Þegar ég svæfi Ingó litlu horfi ég oft á þessa sónarmynd af henni og rifja upp spenninginn<3


Æðisleg hekluð peysa frá Árný Heklu, hekluð samfella (alveg dottið úr mér hvar á facebook ég pantaði hana) og æðislegur kjóll sem var gjöf frá góðum vinum. 


skírnargjöf frá David Inga og Guðrúnu Höllu - elska þetta


Ruggustóll frá Möggu frænku. Miiiiikið verið notaður og verður tekinn í makeover ef annað barn kemur í heiminn. Púði frá VIGT sem Ingibjörg fékk í skírnargjöf frá systrum Ingólfs.


Bangsi frá Sunnu frænku, bæn frá Maríu Berg og Vísnabókin - gull


Jólaskraut sem María Berg gaf Etnu litlu fyrstu jólin hennar. ,,You've got the whole world in your hand" - of fallegt til að nota bara í desember svo það fær að hanga inní herbergi allan ársins hring eins og er:)


Skírnarkertið, fæðingarupplýsingar og Etnuhálsmen frá Ingólfi til hennar<3 Eeeeelska kindabaukinn sem er úr tini þarna lengst til hægri. Ein af skírnargjöfunum sem mamma og pabbi gáfu dóttur minni.


Held að þetta sé gott í bili;) 


Friday, July 3, 2015

Litla skottan

Það sem ég elska þetta barn!


Hún hættir varla að brosa, ein sú allra brosmildasta. 

Það er svo gaman að fylgjast með barninu sína vaxa og dafna. Litlan er byrjuð að sitja sjálf og dregur sig áfram á höndunum. Hún er eins og flest smábörn á hennar aldri, að stinga öllu uppí sig og sleikja allt sem hún sér!



..hún er mjög hrifin af sófaborðinu eins og sést á þessum myndum;)