Ég keypti nokkrar blöðrur í partýbúðinni og festi myndir af Ingibjörgu á þær - smá skraut.
Við gerðum súkkulaðiköku með grænu smjörkremi. Settum svo fingurkexið í kringum hana (á að vera girðing). Ég keypti svo nokkur dýr í Toys'R'us til að setja inní "girðinguna". Ingibjörg eeeelskar dýr. Mjög auðvelt og ég var sátt við útkomuna:)
Það dýrmætasta sem ég á<3
<3
Mér fannst fyrsti afmælisdagurinn hennar Ingibjargar Etnu mjög sérstakur. Ég var stöðugt að líta á klukkuna og hugsa hvað var að gerast fyrir akkúrat einu ári síðan.
Sigríður Etna