Thursday, January 28, 2016

Fyrsti afmælisdagurinn

Ingibjörg varð eins árs 21. nóvember síðastliðinn. Við héldum veislu henni til heiðurs nokkrum dögum seinna. Veislan var yndisleg og ég gleymdi nánast alveg að taka myndir.


Ég keypti nokkrar blöðrur í partýbúðinni og festi myndir af Ingibjörgu á þær - smá skraut.


Við gerðum súkkulaðiköku með grænu smjörkremi. Settum svo fingurkexið í kringum hana (á að vera girðing). Ég keypti svo nokkur dýr í Toys'R'us til að setja inní "girðinguna". Ingibjörg eeeelskar dýr. Mjög auðvelt og ég var sátt við útkomuna:)

Það dýrmætasta sem ég á<3

<3
Mér fannst fyrsti afmælisdagurinn hennar Ingibjargar Etnu mjög sérstakur. Ég var stöðugt að líta á klukkuna og hugsa hvað var að gerast fyrir akkúrat einu ári síðan.

Sigríður Etna

Tuesday, January 19, 2016

Snjallsíminn

Mér finnst svo leiðinlegt hvað ég hef sett lítið hérna inn. En eins og glöggir aðdáendur (jeee) hafa e.t.v. tekið eftir að jú, það eru u.þ.b. 7 mánuðir síðan ég bloggaði. Ástæðurnar fyrir bloggleysinu hafa nú verið margar og ég nenni eiginlega ekki að fara í að telja þær upp. Enda er ég ekki að afsaka mig neitt. Vegna þess að ég þarf þess ekkert.

Stærsta ástæðan fyrir því af hverju mér finnst svona leiðinlegt að ekkert hafi komið hér inn er sú að þetta blogg mitt er svo gott fyrir mig sjálfa. Mér finnst ótrúlega gott að rifja upp það sem ég hef gert, skrifað og skoða myndirnar mínar. Það gefur mér gott í hjartað tilfinningu.

-------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Undanfarið hef ég verið að fara hægt og rólega í að minnka snjallsímanotkunina hjá mér. Það hefur gengið upp og niður. Ég er orðin svo ótrúlega þreytt á að vera svona háð samfélagsmiðlum, þvílíkir tímaþjófar sem þeir eru. Á sama tíma á ég erfitt með að sleppa takinu af þeim því jú, ég er mikið ein heima með litlu stelpuna mína. Mér finnst stundum eins og síminn veiti mér einhverskonar tengingu við annað fólk (sko fullorðið fólk, fólk sem svarar mér til baka þið skiljið;) !)

Ég byrjaði á því fyrir svolitlu síðan að slökkva á öllum notifacations. Mér fannst síminn minn vera svo mikið áreiti. Allir gátu náð í mig, hvenær sem er, þegar þeim hentaði. Ég upplifði smá frelsi þegar ég var búin að slökkva á því. Næsta skref var að minnka snapchatnotkunina, bæði að senda snöpp og horfa. Það kom í ljós að ég virkilega gat lifað af án þess að sjá öll mystory yfir daginn!
Þar á eftir minnkaði ég það að taka ljósmyndir. Ekki bara af Ingibjörgu heldur líka af mat og fleiru (og ég elska matarmyndir takið eftir!). Ég er að reyna að njóta augnabliksins. Sjá hlutina í gegnum augun mín, en ekki í gegnum skjáinn á símanum mínum!


FreeiOS7 - am51-minimal-keep-it-simple-stupid-white-quote - http://bit.ly/1eIKwLK - freeios7.com:

Í dag tók ég næsta skref og eyddi facebook-appinu og messenger alveg úr símanum. Já, þetta eru þau öpp sem ég nota hvað mest í símanum mínum og ég ver hvað mestum tíma í. Þá þarf ég að fara í tölvuna til að kíkja á facebook og svara skilaboðum. Talvan er mjög slow, mjöööög slow - svo ég veit ekki alveg hve mikla þolinmæði ég hef í að kveikja á henni til að kíkja á facebook. Kemur í ljós.


Wowwwww I'm in love with this! !! Learn to Surf - iPhone wallpaper #quotes @mobile9:

Það skiptir mig gríðarlega miklu máli að  dóttir mín alist upp við það að fá meiri athygli frá mér heldur en síminn minn fær. Ég vil geta veitt fjölskyldu og vinum alla mína athygli þegar ég hitti þau í staðinn fyrir að vera að kíkja í símann minn. Ég sá svo sláandi quote um daginn sem var e-ð í þá áttina að maður hefur horft meira á símann sinn heldur en í augu barnanna sinna. Það stakk mig beint í hjartað og það var vont.

Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég get (mun?) misstígið mig einhvertímann. Ég er bara mannleg. Kannski mun ég vera búin að bæta öppunum aftur inn eftir nokkra daga (vonandi verður viljastyrkurinn betri en það samt!). En ég (og flestir held ég) þurfa að átta sig á að lífið er núna. Það er að gerast beint fyrir framan augun á okkur, ekki í gegnum símann okkar eða skjáinn á honum. 


Njótum augnabliksins:)

Because when you stop and look around, this life is pretty amazing. love life | quote | inspirational quote | life is good:

Okay.. næsta verður minna af orðum og meira af fallegum myndum (enda eru til myndir frá því í júlí sjáið þið til, nóg á að taka!). Næst verður líka bráðlega.