Thursday, January 28, 2016

Fyrsti afmælisdagurinn

Ingibjörg varð eins árs 21. nóvember síðastliðinn. Við héldum veislu henni til heiðurs nokkrum dögum seinna. Veislan var yndisleg og ég gleymdi nánast alveg að taka myndir.


Ég keypti nokkrar blöðrur í partýbúðinni og festi myndir af Ingibjörgu á þær - smá skraut.


Við gerðum súkkulaðiköku með grænu smjörkremi. Settum svo fingurkexið í kringum hana (á að vera girðing). Ég keypti svo nokkur dýr í Toys'R'us til að setja inní "girðinguna". Ingibjörg eeeelskar dýr. Mjög auðvelt og ég var sátt við útkomuna:)

Það dýrmætasta sem ég á<3

<3
Mér fannst fyrsti afmælisdagurinn hennar Ingibjargar Etnu mjög sérstakur. Ég var stöðugt að líta á klukkuna og hugsa hvað var að gerast fyrir akkúrat einu ári síðan.

Sigríður Etna

No comments:

Post a Comment