Friday, July 13, 2012

Litla barnið mitt

Held það sé kominn tími fyrir mig til að tippla út úr feimnisbloggskápnum og hætta að vera svona obboslega spéhrædd. Hef alltaf langað að eiga mína eigin heimasíðu en einhvernveginn ekki alveg haft hugrekkið í það.

Sjálf skoða ég stundum nokkrar fallegar heimasíður sem eiga rosalega hugmyndaríka eigendur. Er kannski svona semí laumuperri í þessum málum. En þetta eru síðurnar sem veita mér innblástur;



Ása Regins: falleg stelpa, með gott hjarta og býr í Verona á Ítalíu
Dúdda: yndislega og hugmyndaríka stóra systir mín
Eva Laufey Kjaran: matarsení!
Ástríður Þórey: Patreksfirðingur með skemmtilegar pælingar og skrifar um daginn og veginn

Ragna: annar matarsení!


Ég veit kannski ekki alveg hvað ég ætla að birta hér inni, ætli það verði ekki svona samblanda af bloggunum sem ég benti á hér að ofan, matar&baksturshugmyndir, daglegt líf, föndur og ýmsar aðrar pælingar.

Hlakka til að fá að deila með ykkur:)



Sigríður Etna




1 comment: