Wednesday, August 29, 2012

Æðruleysi

Þessa dagana er gott að búa yfir einhverju æðruleysi!

Ég get ekki beðið eftir að klukkan slái 18.00 næsta föstudag - því þá fáum við Ingólfur íbúðina okkar loksins aftur. Við ákváðum nefnilega í byrjun sumars að spara okkur peninginn og leigðum íbúðina út með öllum húsgögnunum. 

En alltaf erum við jafn heppin að fá herbergi hjá Kristínu og Gústa, þar sem við erum víst alltaf velkomin. Núna brunum við því á milli Grindavíkur og Reykjavík. Ingólfur er endalaust lengi í skólanum alla daga á meðan ég klára fyrir hádegi og lítið sem ekkert að læra heima svona fyrstu vikuna. 



Á meðan ég bíð eftir mínum besta þá hef ég það notalegt með sjálfri mér og reyni að njóta þess að hafa lítið að gera.


Sigríður Etna

3 comments:

  1. Skil thig vel ad vera spennt, thad er svo gott ad komast í allt sitt :-)

    ReplyDelete
  2. Skil thig vel ad vera spennt, thad er svo gott ad komast í allt sitt :-)

    ReplyDelete
  3. Skil thig vel ad vera spennt, thad er svo gott ad komast í allt sitt :-)

    ReplyDelete