Við hjónaleysin vorum ekki alveg ákveðin í því hvað við ætluðum að gera en ákváðum svo korter fyrir helgi að skella okkur í Húsafell.
Ingólfur og Óskar
Þar nutum við þess að vera í faðmi fjölskyldu hans Ingólfs + annarra Grindavíkinga. Ég vildi endilega reyna að fá Ingólf til að labba með mér upp á Baulu en það virkaði ekki. En hann var alveg til í að fara með mér upp Húsafellið og svo seinna um helgina upp á jökulinn OK.
Komin upp á OK
Loksins fékk maður að sjá hvað Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða. En eitt af markmiðum sumarsins var einmitt að skoða Borgarfjörðinn.
Að leggja af stað inn í Víðigemli - hellaskoðun
Kv. Sigríður Etna:)
Gaman að sjá hvað þið hafið gert margt í sumar
ReplyDeleteKv. Mamma