Tuesday, August 7, 2012

Sumarfrí

Eins mikið og maður nýtur þess að vera í núinu að þá hlakka ég nú svolítið til að vera orðin fullorðinfullorðin og geta tekið mér sumarfrí. Þar sem maður er í skóla á veturnar að þá get ég ekki hugsað mér annað en að vinna sem mest á sumrin og spara sem mestan pening, svo næsti vetur verði sem þægilegastur. Þess vegna hef ég alltaf litið á verslunarmannahelgar sem sumarfríið mitt, því þá fæ ég jú auka dag yfir helgina.



Við hjónaleysin vorum ekki alveg ákveðin í því hvað við ætluðum að gera en ákváðum svo korter fyrir helgi að skella okkur í Húsafell. 

Ingólfur og Óskar

Þar nutum við þess að vera í faðmi fjölskyldu hans Ingólfs + annarra Grindavíkinga. Ég vildi endilega reyna að fá Ingólf til að labba með mér upp á Baulu en það virkaði ekki. En hann var alveg til í að fara með mér upp Húsafellið og svo seinna um helgina upp á jökulinn OK.

Komin upp á OK

Loksins fékk maður að sjá hvað Borgarfjörðurinn hefur upp á að bjóða. En eitt af markmiðum sumarsins var einmitt að skoða Borgarfjörðinn. 

Að leggja af stað inn í Víðigemli - hellaskoðun


Kv. Sigríður Etna:)

1 comment:

  1. Gaman að sjá hvað þið hafið gert margt í sumar

    Kv. Mamma

    ReplyDelete