Sunday, August 12, 2012

Kósý

Við Ingólfur vorum svo ótrúlega heppin að fá góða gesti til okkar hingað vestur yfir helgina. Aníta, Kristín og Ingólfur komu á fimmtudagskvöldið og við erum búin að hafa það gott saman. Veðurspáin var nú ekkert sérstök en við fengum reyndar æðislegt veður í gær, rétt á meðan við týndum nokkur kíló af krækiberjum, bláberjum og last but not least aðalbláberjum. 


ca 10 kg . vúhú

Djúsí hendur í lok týnslu

Það var farið í sund, smá bíómyndagláp og barist "hart" í spilum:




Við borðuðum mikið um helgina, og þá sérstaklega af hinum ljúfu berjum. Við fengum okkur aðalbláber með rjóma og sykri, gerðum bláberjamuffins o.fl. Þegar Ingólfur spurði hvort hann mætti fá ber með pastanu að þá var mér hugsað til hinnar frábærru Stellu sem fór í svo skemmtilegt orlof, veiddi mikinn lax og bjó til allt mögulegt, laxahlaup, laxapaté og you name it! - Við vorum næstum því orðin eins!


Þessir tveir hlupu í morgunn yfir götuna og sóttu tvo bolla af bláberjum



Bakarar í fullu fjöri:)



Þar sem Erla Maren og Ragna Evey eru fyrir sunnan að þá hefur Völu litlu (kisa) leiðst smá, en Ingólfur jr. sá svo sannarlega til þess að henni leiddist ekki! 



Takk fyrir komuna Aníta & Co:*


Kveðja, Sigríður Etna



1 comment:

  1. Hey frábærar myndir. Gott að ykkur gekk svona vel að tína ber. Frekar leiðinlegt þegar fólk er að koma langar leiðir og fá slæmt veður. gangi þér vel í fjallgöngunni. mamma

    ReplyDelete