Thursday, September 13, 2012

Þakklæti

Þetta er einn af þessum dögum sem er svona eeghhhh bahh!!

Enginn dagur er sem betur fer eins og ég held að maður þurfi að fá nokkra svona "downhill"daga þar sem lítið gerist svo hinir dagarnir geti verið skemmtilegir.

Svona á haustin og á köldum vetradögum langar manni stundum (kannski örsjaldan, en þið skiljið..) bara að dagurinn sé cancelaður, hoppa upp í rúm og eiga kósí dag heima, - allavega á ég það til að upplifa þá tilfinningu.

Þegar dagarnir manns eru ekki eins litríkir og maður myndi vilja hafa þá og maður hálf andlaus að þá finnst mér mikilvægt að sökkva sér ekki í einhverjar hugsanir og ofurpælingar. Ég á það pínu til að fara velta mér uppúr því af hverju það sé ekkert að gerast, af hverju allt er alltaf eins (sem það er auðvitað ekki!).

Á hverjum degi, stundum oft á dag og allavega áður en ég fer að sofa þá fer ég yfir hluti sem ég er þakklát fyrir í lífinu, það gerir mig mjög hamingjusama. Sumum myndi e.t.v. finnast ég gera of mikið af því, kannski...

...Ég þakka fyrir alla heimsins hluti, hluti sem maður tekur sem sjálfsögðum hlutum, t.d. að eiga þak yfir höfuðið, mat í ískápnum, fjölskyldu og vini og svo bara hlutum sem gerast yfir daginn, að hafa orku til að mæta í ræktina, hvað mér gekk vel að læra, hvað ég átti gott spjall við einhvern - frekar einfalt eitthvað.

Ef maður prufar, þá er ég viss um að allir geti fundið marga hluti til að vera þakklátir fyrir. Mæli með því, því ég trúi að það gerir mann truly hamingjusaman í lífinu:)

No comments:

Post a Comment