Ó boy, það gerðist aftur!
Skvísunni hefur gengið svaka vel í að mæta í ræktina og borða aðeins minna af súkkulaði en vanarlega. Vaknaði greinilega með ofurmetnað og í miklu bjartsýniskasti í morgunn! Var ekki lengi að rífa mig frammúr þegar Ingólfur bað mig um að koma með sér í spinning.
Ég gleymdi í smá stund hversu ótrúlega misþyrmandi mér finnt spinning vera. Ég áttaði mig á því um leið og ég settist á hnakkinn á hjólinu - ónei, hér á ég ekki að vera. Þarna sat ég, ásamt 40 öðrum geðsjúklingum sem eru eins og ég, greinilega haldnir einhverri sjálfseyðingarhvöt.
Ég hlyti að geta klára þennan 45 mínútna tíma! Gékk frekar hægt þar sem ég leit á klukkuna á 1 mínútna fresti, nema þegar það kom sprettur, þá sá ég ekki klukkuna þar sem brjóstin voru fyrir, hossandi einhverstaðar á milli naflans og ennisins. Svo leið klukkutími, hætt að finna fyrir rassinum, aldrei stoppaði brjálæðið og 1/3 af hópnum búinn að gefast upp. Þá heyrist ,,bara hálftími eftir" .. Sigríður, lofaðu sjálfri þér að fara aldrei aftur inn í þennan sal!
.. 90 minutes in hell ..
Ekki skánuðu hlutirnir þegar ég leit til hægri og sá betri helminginn minn brosandi út á eyrum, sveitari en allt, hlíðandi hverri einustu skipun (svo vel upp alinn þessi elska!), með hjólið í botni, segjandi ÚAÚA á móti kennaranum í takt við hópinn. ..Greinilegt að við erum svart og hvítt!
Ég held að það fljúga aldrei jafn margar neikvæðar hugsanir í gegnum huga mér eins og þegar ég er í spinning. Þegar fæturnir fara að svíða, þá þoli ég ekki kennarann. Kennarinn, sem er jafn hress og Jónsi í Svörtum fötum x 5 á einhverjum ólöglegum efnum, öskrandi JÍÍÍHAAA og ÚAÚA - meikaðaekki!
Kennarinn var reyndar sætur.. og fékk smá virðingu frá mér þegar hún spilaði Lauryn Hill, sú virðing fór reyndar eftir nokkrar sekúndur, þegar hún gékk á milli og hækkaði styrkleikann á hjólunum, damn it!
Versta var, þegar ég steig niður af hjólinu, líkaminn í klessu og ofurstolt af sjálfri mér, - ég er duglegust í heimi! - Þá var gellan hliðiná mér komin ca. 5 mánuði á leið, og sú hefði ábyggilega geta hlupið hálft maraþon eftir tímann hún var svo hress.
Lærdómsríkur dagur, prufa þetta kannski aftur.. eftir ár, kannski.
Sigríður Etna
spinningmeistari!
spinningmeistari!
bwAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAH
ReplyDelete"þá sá ég ekki klukkuna þar sem brjóstin voru fyrir, hossandi einhverstaðar á milli naflans og ennisins" bhahahahahha :D
ReplyDeleteJá, ég þoli ekki þegar maður þykist hækka styrkleikann, en gerir það ekki og heldur sínu striki, og þá kemur helv** kennarinn og hækkar styrkinn fyrir mann.
She has no right :( !
-Mæja
Hahaha!
ReplyDeleteÆðisleg færsla! Ég var einmitt að koma úr hot yoga! Það er miklu betra en spinning híhí :)
hahahahahahahah
ReplyDelete