Thursday, September 6, 2012

Góðar hafrakökur

Hún Aníta, stóra systir Ingólfs er alveg ótrúlega myndarleg húsmóðir. Hún býr til þessar svakalega góðu hafrakökur og ég var svo heppin að fá þessa frábæru uppskrift hjá henni um daginn:

Gott að byrja á því að finna stóran pott! 


Uppskriftin í heild sinni:

200 gr. smjör
140 gr. hnetusmjör
160 gr. hrásykur
50 gr. múslí
2 stór egg
1 tsk vanilludropar
200 gr. döðlur
200 gr. haframjöl
120 gr. spelt
1 tsk. matasódi
1/4 tsk. salt

Smjör, hnetusmjör og hrásykur brætt saman við vægan hita:


Svo setur maður múslí ofaní pottinn og lætur bíða í smá tíma

(Skvísan klikkaði alveg á myndinni)


 Hræra eggin +  1 tsk. vanillu saman við sykurinn, hnetusmjörið og smjörlíkið, með sleif


Síðan setur maður restina útí: döðlur, haframjöl, spelt, matarsóda og salt



Þá lítur þetta einhvernveginn svona út:



Ég gerði 15 stórar kökur úr deiginu:



Bauð svo mömmu, pabba, Ragga og Töru í smá kvöldkaffi:)



Ég bjó til svolítið stórar kökur, þurfa ca. 15-20 mín við 180°. 

Eins góðar og kökur geta verið þegar þær koma beint út úr ofninum að þá er líka ótrúlega gott að frysta þessar kökur og borða þær kaldar:)


Sigríður Etna

1 comment: