Tuesday, September 4, 2012

Litla krúttlega "stellið" mitt

Ég er svo heppin að eiga fjórar yndislegar eldri systur. Ég hef lært ýmsilegt af hverri þeirra og fengið tækifæri á að "stela" einhverjum af hugmyndum frá þeim. 


Er það ekki annars það sem yngri systkini gera - að apa eftir?

Dúdda systir fékk þá frábæru hugmynd að safna tebollu og það skemmtilega við það er að enginn þeirra er eins. 

Mér leist svo vel á þessa hugmynd að ég ákvað að gera eins og hef því verið að safna bollum í sumar. Á núna  þetta myndarlega sett, eða svona næstum því sett, skvísan er komin með sex gordjöss stykki!

Bjútí! - keyptur á sölubás á sjómannadeginum í Grindavík

SigríðarEtnuprinsessubollinn - fyrsti bollinn minn, sem Ingólfur gaf mér:)


Hr. yndislegur - mikið skotinn í þessum!


Keyptur í antíkbúð


Smá mix and match! Fílettasvomiiiikið! 


Keyptur í antíkbúð


Nýbúin að kaupa þennan, í Fríðu Frænku


Þessi var keyptur á sölubás á sjómannadeginum í Grindavík:)


Litla tebollafjölskyldan .. mússímúss

Held að fjölbreytni sé málið!

Langar ekki örugglega öllum í gott kakó/te/kaffi úr svona dúllubollum:)?

Sigríður Etna

1 comment:

  1. Mér finnst þessi sem Ingó gaf þér flottastur :)

    Kv. Mæja tea-luver

    ReplyDelete