Mamma og pabbi fluttu úr æskuheimili fjölskyldunnar fyrir tæpu ári síðan. Dúdda systir bjó áfram í húsinu en núna í sumar var farið yfir svolítið magn af dóti og allir þurftu að taka sitt. Það fannst hellingur af leikföngum, enda safnast eflaust mikið af þeim þegar mörg börn eru á einu heimili. Sumu var hent á meðan annað fékk að vera áfram ofaní kassa og bíður eftir betri tíma, þar til það verður notað aftur. Það var ágætlega mikið af dóti sem fékk að fljóta með mér í Reykjavík og er í geymsluni minni, dúkkuföt, barbí og einnig yndislega barnatestellið mitt:
Það sést reyndar ekki á myndunum hvað það er obboslega lítið
Þetta stell var mikið notað og bauð ég allskonar fólki í kaffi .. aðallega ímynduðu kannski - en það er bara betra!
Kannski er þessi "bollastellsárátta" en eitthvað sterk í manni, að vilja gera fínt og bjóða upp á eitthvað gott úr fallegu stelli - bæði ímynduðum og óímynduðu vinum sínum;)
Á morgunn sýni ég ykkur svo supersised stell! - alvöru!
Sigríður Etna
Sindri skilur ekki af hverju ég hendi ekki bara barnastellinu mínu honum finnst þetta rosalega tilgangslaust "dót".... en þitt er rosa fínt:)
ReplyDelete