Tuesday, October 9, 2012

..góði guð

Í dag er trúin mér svo ótrúlega mikilvæg og elska þegar fólk virðir það. 

Ég held að eitt af því besta sem foreldrar mínir kenndu mér er að trúa á að eitthvað sé mér æðri, að trúa á guð.

Ég áttaði mig ekki á því hve dýrmæt barnatrúin gæti verið manni fyrr en ég virkilega þurfti aftur á henni að halda fyrir rúmum tveim árum síðan.



Mér var kennt að fara með bænirnar mínar, sem þá voru Faðir vorið og Sitji Guðs englar.

Sem krakki átti ég alveg brjálæðislega erfitt með að fara í burtu í einhverjar ferðir og mér leið aldrei vel þegar ég þurfti að fara í pössun eitthvert annað þegar mamma og pabbi fóru stundum burt frá Tálknafirði. Ég var frekar hræddur krakki og með mikinn kvíða. En á hverju kvöldi, stundum á daginn líka, þá bað ég guð um að vera hjá mér og þá leið mér alltaf betur.

Það besta sem ég heyri pabba minn segja er á kvöldin, þegar ég er að fara að sofa og hann biður guð um að gefa mér góða nótt, alveg eins og elsku Ragna amma í Hvestu sagði alltaf.



Ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir þessa góðu gjöf sem foreldrar mínir voru svo yndislegir að gefa mér:)

No comments:

Post a Comment