Monday, October 15, 2012

Just another manic monday?

Þegar ég var yngri þá þoldi ég ekki sunnudaga og mánudaga. Mér fannst sunnudagar sorglegir, því hann þýddi að það væri enn önnur vikan að byrja, strax kominn mánudagur. 

Á mánudögum var ótrúlega erfitt að vakna og alltof langt í hinn elskulega föstudag. Mér fannst ég vakna með tóman bensíntank og svo fann ég hvernig orkan jókst með hverjum deginum - föstudagurinn nálgaðist hratt, sem betur fer.


Í dag er þetta búið að breytast. Á sunnudögum reyni ég að hafa það gott, vera góð við sjálfa mig. Oft nota ég þá daga líka til að vinna upp allt það sem mér tókst ekki að framkvæma í liðinni viku. 

Ég hlakka til að fá nýjan mánudag, heila nýja viku. Ég hugsa alltaf með mér ,,Ný vika, ný tækifæri" - það getur ekki klikkað:)


Svo öfugt við áður, ég er hress á mánudögum og þreytist eftir því sem nær dregur helginni.


Vil alls ekki að þetta þýði að ég sé orðin gömul? Er þetta kannski svona hjá öllum?

1 comment:

  1. Hmm.. kannski ekki orðin gömul, en allavega að verða eldri! :D

    - Mæja

    ReplyDelete