Tuesday, October 2, 2012

Heima

Er búin að eiga svo yndislega daga. Fór heim á Tálknafjörð yfir helgina að smala með fjölskyldunni. Ég hef ekki getað farið að smala síðan ég var í 10. bekk og þetta var í fyrsta skipti sem Ingólfur prufar að smala. Allt gekk eins og í sögu og allir þreyttir en glaðir eftir helgina.

Myndir segja svo margt:

 1. Kindurnar komnar inn í girðingu, 2. Ofurhressar mæðgur vaknaðar eldsnemma, 3. Svangir smalar, 4. Kristinn og Mollý
 1. Ragnar og Ragna, 2. Ingólfur og Kristinn, 3. Lambakjöt, 4. Allir að knúsast í litlu Mollý
1. Sunnudagsmorgunn hjá Pollinum, 2. Frænkur, 3. Erla Maren afmælisbarn, 4. Yndislegur Tálknafjörður

Er búin að njóta þess að vera til síðustu tvo daga.. og geri það sem ég vil, þegar ég vil það!
En á morgunn er það back to reality!

No comments:

Post a Comment