Tuesday, September 25, 2012

Í kvöld er haustið vinur minn

Sé það núna að þegar það er komið svona mikið myrkur úti er gott að vera búin að byrgja sig upp af kertum! Í öllum heimsins regnbogalitum í þokkabót, ekki slæmt


Eftir marga statusa á facebook í kvöld um hve yndisleg haustið er.. ..þá er ég sammála!


 ..en bara í kvöld! 

Ég er lítil haustmanneskja, ég finn hvernig veturinn er hægt að rólega að koma sér fyrir og finn kuldan læsa sér allstaðar inn í litla kroppnum, ekki gott. 

En í kvöld er haustið gott, því ég var að enda við að klára að baka þessar súkkulaðimúffur:) 




Ingólfur þurfti að hlaupa út á æfingu og því henti ég saman í einhvern kvöldmat fyrir okkur. Ákvað að bæta kallinum það upp þegar hann kæmi af æfingu. (Mér finnst ég alveg ótrúlega góð í að setja fram hve yndisleg ég er við kallinn minn og ná þannig að fela fyrir lesendum mínum að í raun og veru er ástæða baksturins löngun mína í súkkulaði þessa stundina, eða svona næstum því!)

Gott að hvíla sig eftir mikinn lærdóm síðustu daga, hafa það svolítið huggulegt undir teppi með sínum heitelskaða, horfa á smá video og gæða sér á þessum súkkulaðimúffum:)

No comments:

Post a Comment