Sunday, November 4, 2012

Gott te

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að það gekk hér yfir brálæðisveður á frónni núna um helgina.

Í þetta skipti dugaði lýsisinntaka mín (ásamt hörfræolíunni, D-vítamínunum, C-vítamínunum, fjölvítamínunum og ég veit ekki hvaðoghvað) ekki til. Nei, því kvefið og hálsbólgan náðu mér.

Þess vegna er ég búin að vera dugleg að hvíla mig, kúra undir teppi, hafa það huggulegt og drekka nóg af te.

Ég elska allt sem er einfalt og te-ið mitt er það svo sannarlega. Ég sker niður tvær-þrjár sneiðar af sítrónu, helli út á þær sjóðandi vatni og bæti hinu mikla undri ofaní; fíflahunangi!


Þetta te er rosa gott fyrir þá sem geta ekki, vilja ekki eða mega ekki drekka koffein. Mér finnst oft erfitt að finna góð te sem innihalda ekkert koffein. En þetta te svíkur engann.. enda fékk það líka góð verðlaun í útieldunarkeppni 2012 sem fór fram á Laugum núna í október;)

Fíflahunangið mölluðum við mæðgur saman í sumar og seldum á Tálknafjöri:

..og er það sérdeilis gott, þó ég segi sjálf frá:)

No comments:

Post a Comment