Hinir smæstu hlutir hafa orðið að rosa fróðlegum stefnumótum hjá okkur, það þarf ekki að vera flóknara en lítill göngutúr, fara á rúntinn og maður er kominn með gott date!
Um daginn var ég að bugast inn á bókasafninu í Stakkahlíð þegar ég fékk sms að það væri verið að bjarga mér og að biðið væri eftir mér úti. Mín var ekki lengi að henda ofan í tösku og hlaupa út, without looking back!
Ástandið var eitthvað svipað þessu = ekki gott!
Ingólfur keyrði beinustu leið uppí Elliðárdal, staður sem ég hef aldrei farið á og viti menn, ég tók gleði mína á ný.
Kanínuhimnaríki!
Ástæðan fyrir þessu bloggi var nú ekki til að tala um sjálfa mig (ótrúlegt en satt) heldur til að benda ykkur á þessa skemmtilega síðu sem ég var að rekast á:
Kom mér reyndar skemmtilega á óvart hvað ég hef gert margt af þessu.. en ég fékk sjálf margar góðar hugmyndir og ég vona að þið finnið eitthvað skrautlegt og skemmtilegt líka:)
No comments:
Post a Comment