Dúdda systir gerir svo ótrúlega fallegar myndir og ég er svo heppin að hafa fengið tvær frá henni.
Fyrst gaf hún mér þessa:
Þessi er á snyrtiborðinu mínu inn í svefnherbergi. En þetta er setning sem Ingólfur segir oft við mig þegar ég er með einhverjar áhyggjur. Ég veit að maður á ekki að taka áhyggjurnar með sér upp í rúm en einhvernveginn rata þær stundum þangað með manni.. og þá er gott að líta á myndina og reyna að kúpla sig niður.
Þessa fékk ég og Ingólfur í innflutningsgjöf fyrir ári:
Þessi er ogguponsí væmin (okay kannski aðeins meira en ogguponsí).
Fyrstu 4 árin sem við Ingólfur vorum saman þá vorum við einhvernveginn útum allt og allstaðar, stundum saman og stundum í sundur; Tálknafjörður, Akureyri eða Grindavík. Hvar sem maður var þá vantaði alltaf eitthvað, ef ég hafði Ingó þá hafið ég ekki fjölskylduna mína og öfugt. Þess vegna fannst mér eins og ég ætti einhvernveginn hvergi heima, dótið manns var aldrei á sama stað o.s.frv.
Ég sagði Dúddu semsagt frá þessari tilfinningu minni og hún benti mér á að maður á bara heima hjá þeim sem maður elskar, og ó boy hvað ég elskaði Ingólf mikið svo ég hugsaði alltaf að ,,hjá honum á ég heima".
Já.. það er ekki leiðinlegt að eiga hugmyndaríka systir sem hjálpar manni að skreyta heimilið sitt svona fallega:)
Mæli með því að þið skoðið - enda flottar gjafir:)
No comments:
Post a Comment