Það hefur greinilega allt sínar jákvæðu hliðar!
Í maí fékk ég að vita að ég væri með langvinnan sjúkdóm. Tilfinningaveran Etna tók ekkert sérstaklega vel í það! Nokkrir mánuðir eftir að ég fékk að vita þetta fóru í að vorkenna sjálfri mér og reyna að afsanna þessa greiningu:
= ,,vá hvað ég er ótrúlega óheppin. Það getur ekki verið að ég sé með þetta. I'll prove them wrong" .
+ (plúss það) að ég skammaðist mín svakalega, fannst ég vera algjör aumingi!
Í enda sumarsins leið mér alveg hörmulega og ákvað að prufa að taka mark á lækninum mínum, hann ætti jú að vita eitthvað, hann á víst að vera sérfræðingur í sínu sviði!
Fyrir tveim mánuðum fór ég að "hlýða" - taka mig á og það gengur allt svo rugl betur núna, hefði ekki trúað því! Ég finn ekki bara mun á líðan minni heldur fékk skvísan að vita í vikunni að hún sé búin að bæta á sig tæpum 3 kg í vöðvamassa og missa 3,4% í fituprósentu. Það gladdi mitt litla hjarta:)
Lífið er stundum skrítið.. og það er fullt af hinum ótrúlegustu verkefnum sem við eigum að takast á við. Er það ekki líka þannig að það sem drepur mann ekki herðir mann bara:)?
Víííjj, æðisleg grein/blogg?? hehe,
ReplyDeleteAlveg rétt hjá þér, Etna. Lífið er skrýtið en þetta herðir þig bara. Til hamingju líka með vöðvamassann og fitumissinn!
Þú ert æði!! :)
Þú ert æði, litla duglega mín:-)
ReplyDeleteDúdda