Held að ég upplifi nýja árið svona vegna þess að skólinn byrjar ekki aftur fyrr en 15. janúar. Þannig fyrst er svolítil vinna og svo 5 daga Amsterdamferð - sem ég er gríðarlega spennt fyrir.
Mig grunar nú samt að ég komist nú úr þessum yndislega 1. gír þegar skólinn hefst og að mín komist svo fljótlega upp í þann 5.;)
Ég set mér vanarlega nokkur lítil og krúttleg áramótaheit. Markmið sem tengjast líkama og sál eða hjálpa mér á einhvern hátt að vera betri manneskja. Vil reyna að vera hin besta útgáfa af sjálfri mér eins og ég mögulega get.
Í ár er ég ekki viss hvaða markmið ég ætti að setja mér, er reyndar búin að ákveða að ég ætla að lesa einhverjar 13 góðar bækur á árinu.. fer bráðum að klára bók nr. 2 svo það gengur þokkalega.
Ég ætla að nota næstu daga til að spá og spegulera og finna út hvað mig langar að betrumbæta. Ekkert stress.. hin elskulegu markmið koma þegar þau koma:)
Svo fer nú vonandi að koma að því að maður hoppi uppúr konfektkassanum sem maður hefur búið í í alltof marga daga. Etna er orðin vel mareneruð og sykruð eftir hátíðirnar - hef aldrei misst mig jafn mikið eins og þetta árið. En þá segi ég bara eins og mamma mín segir alltaf:
,,það er bara betra"!
Ykkar Etna..
:-* enginn sykur hjá mér á morgun. Einn dagur í einu;-)
ReplyDeleteOg mega flott í kjólnum!
ReplyDelete