Þegar dagarnir eru svolítið ups and downs þá er hinsvegar mjög gott að eiga einhvern sem er endalaust þolinmóður, hefur mikla umburðarlyndi og er alltaf ljúfur við mann.
Í dag ætla ég að gefa "minni manneskju" eitthvað af þessari yndislegu góðmennsku til baka.
Ég elska alla daga sem brjóta upp hversdagsleikann; Bóndadagur, konudagur, mæðradagur, 17. júní, Valentínusardagur o.fl.
Hvað er betra en heill dagur til að vera extra góður við einhvern/einhver sé extra góður við mann? Hver fýlar ekki smá dekur?
Bóndinn minn fékk ekki súrmat í dag, en ég byrjaði ég á því að vekja hann með smá gjöf.
Slaufa utanum slaufu.. og borðtennisspaðar, kúla og net - it's game time! Núna kemur það sér vel að eiga gott og stórt borðstofuborð;)
Bauð honum svo út að borða í hádeginu og svo verður dekrað við hann strax og hann klárar vinnuna.
No comments:
Post a Comment