Friday, January 25, 2013

Bóndadagur

Er búin að vera alveg svakalega tilfinningarík síðustu daga - þarf ekkert til að hreyfa við mér. En frekar myndi ég kjósa mér að vera með of mikið af tilfinningum heldur en of fáar. 

Þegar dagarnir eru svolítið ups and downs þá er hinsvegar mjög gott að eiga einhvern sem er endalaust þolinmóður, hefur mikla umburðarlyndi og er alltaf ljúfur við mann. 



Í dag ætla ég að gefa "minni manneskju" eitthvað af þessari yndislegu góðmennsku til baka.

Ég elska alla daga sem brjóta upp hversdagsleikann; Bóndadagur, konudagur, mæðradagur, 17. júní, Valentínusardagur o.fl.

Hvað er betra en heill dagur til að vera extra góður við einhvern/einhver sé extra góður við mann? Hver fýlar ekki smá dekur?


Bóndinn minn fékk ekki súrmat í dag, en ég byrjaði ég á því að vekja hann með smá gjöf.



Slaufa utanum slaufu.. og borðtennisspaðar, kúla og net - it's game time! Núna kemur það sér vel að eiga gott og stórt borðstofuborð;)

Bauð honum svo út að borða í hádeginu og svo verður dekrað við hann strax og hann klárar vinnuna.

No comments:

Post a Comment