Sunday, February 24, 2013

Langir en góðir dagar

Ég var ekkert að hoppa hæð mína af kæti síðasta föstudag, enda fannst mér helgin frammundan lítið spennandi. Eyddi mestmegninu af helginni í að læra undir próf, en svo rættist undarlega vel úr þessum dögum.

Maður gat ekki annað en farið brosandi inn í helgina eftir þessa fallegu miða frá bekkjarfélögunum síðasta föstudag:




Klárlega fallegasti miðinn sem lét mig fá svo gott í hjartað!

Ég reyndi að nýta allan tíma sem ég hafði til að læra undir blessað prófið sem ég fer í á morgunn og eyddi svo hinum tímanum með Ingólfi og foreldrum mínum. Ég reyndi að brosa í gegnum tárin og fékk hjálp frá allskonar mat og nammi við að halda mér gangandi.

Brosa í gegnum tárin + eplacider og kindereggsúkkulaði - lovlí!

Held að Ingólfur hafi í fyrsta skiptið á ævinni náð að ljúga að mér þegar hann sagðist ætla upp í skóla að læra í morgunn, kom svo stuttu seinna færandi hendi;


 Blómavöndur, nammivöndur, kleina og donuts = hann þekkir sína konu!

Ingólfur klikkaði reyndar ekki þetta árið og keypti líka gjafir fyrir mömmu sína og tengdamömmu



Á leiðinni í heimsókn í Grindavík fannst mér tilvalið að stoppa í Elliðárdalnum og sína mömmu og pabba kanínuríkið þar. 



Elska þetta svo mikið!

Það var gott að hvíla sig eftir mikinn lærdóm og gera eitthvað skemmtilegt. Ótrúlega gott að fara í Grindavík og best að fá að hitta litla gullmolann hann Hilmi, sem heillar alla uppúr skónnum!



Thursday, February 21, 2013

Undanfarnir dagar eru búnir að vera svolítið: þessir dagar sem allt virðist kannski ekki alveg vera að ganga upp. 

Ys og þys, búin að skjótast út um alla borgina, fundir, plana o.fl..


Hef vantað svolítið mikið auka tíma í sólahringinn, allt á fullu og maður reynir að púsla öllu saman eftir bestu getu. 

Búin að vera svo dofin. Endalaus þreyta, bugun, verkir og allt að gerast!


Hef stundum legið uppí sófa að læra þegar ég átta mig hvað tíminn líður, tek þá nokkrar æfingar á stofugólfinu, þ.e.a.s ef maður kemst ekki í ræktina þann dag - vitleysingur að hoppa um heima hjá sér = best að koma blóðrásinni af stað fyrir daginn.

En ég er spennt fyrir kvöldinu, fer með snillingana úr Holtinu í fimleika og svo koma elsku mamma og pabbi til mín, can't wait!


Sigríður Etna

Sunday, February 17, 2013

Ótrúlega hugguleg helgi!

*Laugar spa

*Góð ræktarsession

*Hvítlauksogsmjörsteiktur humar



*Búningakeila með elsku fólkinu mínu



Sætar Sollur!



*Læra í rólegheitum

*Skipuleggja nýja viku

*Baka eplaböku á hvolfi



Vona að þið hafið einnig haft það gott yfir helgina:)

Monday, February 11, 2013

Heima er best!


Fékk loksins tækifæri á að fara vestur á Tálknafjörð um helgina.

Mikið obboslega sem það er nú gott að komast heim í bæinn sinn og fá tækifæri á að vera með mömmu sinni, pabba og fjölskyldu!

1. Passa 4 ára skottu á föstudagskvöldið, best babysitter ever 
2. Litla sponsan fékk að velja nammi á diskinn sinn.
3. Ingó að svæfa Rómeó á spilakvöldi í Engihlíð
4. Bestu vekjaraklukkurnar

1. Dúllur að leika
2. Ahhhh
3. 2 kærópör og 1 hjón
4. Slá á bumbuna hans afa

1. Kallinn meðitta!
2. Wake up Jacob
3. Nývaknaður og beint út í fjárhús
4. Tara að gefa kindunum nammi
1. Ingó að reyna að lokka lambið sitt til sín
2. Afakúr
3. Fjölhæft par
2. Hr. Þreyttur og Frk. Sjóveik á leiðinni heim í Baldri.

Tuesday, February 5, 2013

..að láta drauminn rætast

Þegar ég keyrði heim úr vinnunni í gærkvöldi lenti ég á rauðu ljósi. Vilborg Arna pólfari var í bílnum hliðiná mér og þá fór ég að hugsa til þess hve ótrúlega mikil hetja þessa kona er.


Að mínu mati er hún ekki aðeins hetja fyrir göngu sína og að hafa safnað miklum peningum fyrir frábært málefni heldur er hún hetja fyrir að hafa kjark til þess að uppfylla drauminn sinn. Það er ekkert grín að selja íbúðina sína og hætta í vinnunni sinni til að fara á vit ævintýranna.


Meðan ég beið eftir græna ljósinu þá hugsaði ég nokkur ár aftur í tímann þegar ég var með þvílíkt ferðarlagsfiðrildi í maganum. Mig langaði svo mikið að skoða Evrópu, að fara einhvert langt í burtu - að hafa kjark til að prufa að gera eitthvað öðruvísi en ég var vön.

Ég upplifði togstreitu, að prufa eitthvað nýtt eða vera heima, halda áfram í skóla og gera það sem "ég þekkti".

Svo var frábær ákvörðun tekin og ég steig út fyrir þægindarammann minn. 


Margt var planað, hætti í skólanum, fór að vinna í fiski til að safna pening, fór að spara og voula, nokkrum mánuðum seinna var ég farin út!



Núna er komið að því að vinna í næstu draumum - að láta þá rætast!


Sigríður Etna