Maður gat ekki annað en farið brosandi inn í helgina eftir þessa fallegu miða frá bekkjarfélögunum síðasta föstudag:
Klárlega fallegasti miðinn sem lét mig fá svo gott í hjartað!
Ég reyndi að nýta allan tíma sem ég hafði til að læra undir blessað prófið sem ég fer í á morgunn og eyddi svo hinum tímanum með Ingólfi og foreldrum mínum. Ég reyndi að brosa í gegnum tárin og fékk hjálp frá allskonar mat og nammi við að halda mér gangandi.
Brosa í gegnum tárin + eplacider og kindereggsúkkulaði - lovlí!
Held að Ingólfur hafi í fyrsta skiptið á ævinni náð að ljúga að mér þegar hann sagðist ætla upp í skóla að læra í morgunn, kom svo stuttu seinna færandi hendi;
Blómavöndur, nammivöndur, kleina og donuts = hann þekkir sína konu!
Ingólfur klikkaði reyndar ekki þetta árið og keypti líka gjafir fyrir mömmu sína og tengdamömmu
Á leiðinni í heimsókn í Grindavík fannst mér tilvalið að stoppa í Elliðárdalnum og sína mömmu og pabba kanínuríkið þar.
Elska þetta svo mikið!
Það var gott að hvíla sig eftir mikinn lærdóm og gera eitthvað skemmtilegt. Ótrúlega gott að fara í Grindavík og best að fá að hitta litla gullmolann hann Hilmi, sem heillar alla uppúr skónnum!