Að mínu mati er hún ekki aðeins hetja fyrir göngu sína og að hafa safnað miklum peningum fyrir frábært málefni heldur er hún hetja fyrir að hafa kjark til þess að uppfylla drauminn sinn. Það er ekkert grín að selja íbúðina sína og hætta í vinnunni sinni til að fara á vit ævintýranna.
Meðan ég beið eftir græna ljósinu þá hugsaði ég nokkur ár aftur í tímann þegar ég var með þvílíkt ferðarlagsfiðrildi í maganum. Mig langaði svo mikið að skoða Evrópu, að fara einhvert langt í burtu - að hafa kjark til að prufa að gera eitthvað öðruvísi en ég var vön.
Ég upplifði togstreitu, að prufa eitthvað nýtt eða vera heima, halda áfram í skóla og gera það sem "ég þekkti".
Svo var frábær ákvörðun tekin og ég steig út fyrir þægindarammann minn.
Margt var planað, hætti í skólanum, fór að vinna í fiski til að safna pening, fór að spara og voula, nokkrum mánuðum seinna var ég farin út!
Núna er komið að því að vinna í næstu draumum - að láta þá rætast!
Sigríður Etna
Svo sammála þessu, það er bara svo erfitt að fara út fyrir þægindarammann. En þar gerast töfrarnir :)
ReplyDelete