Monday, March 4, 2013

Dagurinn sem beðið var eftir

Síðasta vika var frekar helluð, vinnan, skólinn, tvö próf og Samfestingurinn.

Mikið rosalega sem mér fannst gaman að vinna þar. 4500 flottir unglingar að skemmta sér saman, getur ekki klikkað!

Alla síðustu viku sá ég sunnudaginn 3. mars í hyllingum. Það sem ég ætlaði að hafa það gott þann dag!

..Og það tókst svo sannarlega!

Svaf út, fór í ræktina og sund með Ingólfi. Loksins skellti ég mér svo á bókamarkaðinn í Perlunni, er búin að langa svo lengilengi að fara þangað.
Frábært útsýni úr Perlunni, Reykjavík virðist ogguponsu lítil þarna uppi!
Keyptum nokkrar bækur, allt barnabækur - ég elska þær!


Elduðum okkur mat hjá Hrafnhildi og Eyjólfi og fengum svo homemade makkarónur ala Hrafnhildur, ótrúlega ljúft

Enduðum góðan dag á bíókvöldi heima í stofu. Okkur finnst ekki leiðinlegt að búa við Laugarásbíó og geta keypt okkur nóg af bíópoppi;)


No comments:

Post a Comment