Er komin með svo mikið ógeð af sælgætisáti að ég fékk Ingólf til að hreinsa allt nammi úr íbúðinni í gærkvöldi, ætla að vera nammilaus fram að páskum (já ég geri mér grein fyrir að það eru bara ca. 2 vikur, en það er mikill sigur fyrir mér að komast nammilaus í gegnum einn dag!)
En þó að það hafi verið mikið að gera þá hefur maður átt marga ljúfa daga..
Bail á lærdómi og borðtennis á stofugólfinu á staðinn
Óveðrið fór vel í okkur hjónaleysin
Létum veðrið ekki stoppa okkur og fórum í góðan göngutúr.. hoppuðum í millitíðinni í rif á Ruby Tuesday
Hverfaleikar - staffadjamm með skemmtilegasta fólkinu og fjallganga á Þorbjörninn
Árshátíð menntavísindasviðs 2013
Fjallganga á Keili og nýbakaðar pönnsur þegar við komum heim, ljúft:)!
No comments:
Post a Comment