Monday, March 18, 2013

Ó ljúfa líf

Þessar vikur líða óeðlilega hratt! Það er búið að vera brjálað að gera, en núna er lífið aðeins búið að róast hjá manni. Það er alveg ótrúlegt hve auðvelt það er að detta í einhvern slæman vítahring þegar dagskráin manns er full alla daga, svo auðvelt að grípa með sér eitthvað gotterí og alltaf nær maður að réttlæta fyrir sér af hverju maður á það skilið.

Er komin með svo mikið ógeð af sælgætisáti að ég fékk Ingólf til að hreinsa allt nammi úr íbúðinni í gærkvöldi, ætla að vera nammilaus fram að páskum (já ég geri mér grein fyrir að það eru bara ca. 2 vikur, en það er mikill sigur fyrir mér að komast nammilaus í gegnum einn dag!)


En þó að það hafi verið mikið að gera þá hefur maður átt marga ljúfa daga..

Bail á lærdómi og borðtennis á stofugólfinu á staðinn


Óveðrið fór vel í okkur hjónaleysin

 Létum veðrið ekki stoppa okkur og fórum í góðan göngutúr.. hoppuðum í millitíðinni í rif á Ruby Tuesday
 Hverfaleikar - staffadjamm með skemmtilegasta fólkinu og fjallganga á Þorbjörninn


 Árshátíð menntavísindasviðs 2013

Fjallganga á Keili og nýbakaðar pönnsur þegar við komum heim, ljúft:)!

No comments:

Post a Comment