Ég nennti ekki að gera hið týpíska bananabrauð svo ég ákvað að prufa eitthvað nýtt.
Ég byrjaði á að stappa 3 litla þroskaða banana og bætti 1 bolla af haframjöli útí.
Öllu blandað saman í skál
Þá leit deigið einhvernveginn svona út:
Henti þessu á plötu. En þessi uppskrift var 12 frekar smáar kökur
Bakaði kökurnar á 200°C í 20 mín (gleymdi mínum reyndar og þær voru aðeins lengur inní ofninum, litu ekkert sérstaklega vel út en brögðuðust vel)
Mér finnst þessar mjög góðar! Þær eru náttúrlega mjög mjúkar út af bönununum svo manni finnst eins og maður sé að borða einhverja hráa köku, en svo er ekki.
Þessar eru ágætar í "nammileysinu"!;)
Umm ég ætla að prófa þessar,,væri hræðilegt að sleppa súkkulaðinu? þar sem ég er alveg í nammileysinu :/ haha
ReplyDelete