Friday, March 22, 2013

Kósíkvöld í kvöld..

Er búin að eiga svo erfitt með að vakna á morganna þessa vikuna og gat því ekki annað en að vakna brosandi í morgunn hugsandi að það væri svo ótrúlega stutt í laugardagsmorgunn = aðeins meiri svefn!


Eeeheeheelska helgarkúr!



Annars er ég að fara að leigja út íbúðina mína yfir sumarið (með öllum húsgögnum takk fyrir!) þar sem ég er komin með vinnu á elsku besta Tálknafirði. Mikið sem mér finnst það erfitt, nú reynir svo sannarlega á traustið! Það kom fólk að skoða áðan, sem mér leist bara nokkuð vel á.

Spurði bókina góðu hvað maður ætti að gera, hvort ég ætti að leigja þeim íbúðina og hún svaraði;



...kemur í ljós:)


Þegar maður er að vinna annað hvert föstudagskvöld þá tekur maður fríföstudaginn rosalega heilagan. Ingólfur sá því um kvöldmatinn í kvöld, ætla svo að hoppa í náttfötin, bíða eftir pizzunni og kíkja á stepup3 - ég veit, klikkað djamm í kvöld!;)


No comments:

Post a Comment