Monday, December 30, 2013

Elsku bestu jólin

Þetta líf er stundum svo yndislega skrítið og skrautlegt. Jólin komin og semí farin. Fór vestur yfir jólin og það var einmitt það sem ég þarfnaðist. Held ég hafi aldrei átt jafn róleg og þægileg jól, ekkert stress. Lífið síðustu vikurnar á árinu hafa verið svolítið strembnar, einkenndust af hausverk, svefnleysi, lítilli matarlist og undarlegri atburðarrás. Á Tálknafirði er og verður alltaf best að vera, þar finnur maður þetta góða, að þar eigi maður heima. Fjörðurinn góði hjálpaði mér því að hlaða dýrmæt batterí og hann hjálpaði matarlystinni svo sannarlega og jókst hún eflaust um 100 falt - sem er kannski bara ágætt.
Þegar við Ingólfur lögðum af stað suður var ég með kökk í hálsinum og stresshnút í maganum, langaði ekki að fara í "hið nýja heima". En svo þurfti lítið annað en að líta til hliðar á bílstjórann og vita að allt yrði í lagi. Þegar við vorum hálfnuð suður var hringt í Ingólf og honum boðið að sigla til Kanada, strax næsta dag. Við sátum þögul restina af leiðinni suður og hugurinn á milljón. Mér fannst tilhugsunin ekki skemmtileg, þó ég segði manninum ekki frá því og studdi hann 100% að fara. Þessi ferð dróst þó e-ð á langinn, við hjúin vorum því ennþá meira óaðskiljanleg og milljón ástarjátningar flugu á milli. Í dag kom svo í ljós að hann þurfti ekki að fara. Svolítið sérstakt, hehe.Tvö á hlaupum

Yrsa kelurófa

Þessi sá um jólatréð

Jólapakkaflóð á leið til réttra eiganda


Erla Maren litla ljós í smá rafmagnleysi


Liu að prufa að renna sér á sleða í fyrsta skipti


Þessi blóm fengu að prufa tie dye


Síðan ég kom frá Tálknafirði og loksinsloksins og vonandi tekið upp úr töskum í síðasta skipti í smá tíma þá er mér farið að líða eins og ég eigi heima í þessari nýju íbúð.


 Hafði það of gott til að fara í tölvu yfir jólin. Vona að þið hafið haft það gott líka:)


Sigríður Etna<3

No comments:

Post a Comment