Ég var ekkert obboslega spennt fyrir árinu 2013, en það kom svo sannarlega á óvart og var án efa lærdómsríkasta ár sem ég hef upplifað. Það sem stendur uppúr er nýja vinnan mín, sem ég elska svo mikið. En hún hefur kennt mér svo margt. Þar hef ég lært mikið um sjálfa mig, hver mín takmörk eru, geta, kostir, gallar og hef ég öðlast mun sterkari sjálfsmynd. Ég hef fengið að kynnast svo frábæru ungu fólki og yndislegum vinnufélögum.
Nokkrir punktar og myndir frá 2013:
*Vinnuferð með frábæru vinnufélögunum mínum til Amsterdam
*Varð 22 ára og fékk langþráða harmonikku í afmælisgjöf frá mínum allra besta.
*Raggi og Liu giftu sig.
*Fór í vettvangsnám hjá Rauða krossinum, kynntist starfsemi í Konukoti, Kvennaathvarfinu, Frú Ragnheiði og Vin.
*Ég og Ingólfur eignuðumst yndislega frændur, Elmar Ottó og Ingiberg
Við hjúin fórum í frábæra páskaferð á Akureyri
Ingólfur útskrifaðist úr Vélskólanum
Upplifði rólegasta og mest kósí sumar ævi minnar á Tálknafirði
Fékk tækifæri á að fara í ótrúlega siglingu undir Látrabjarg
Kynntist Vitiligo meira og meira, sá áhrif þess yfir sumartímann. Sættist við það og tek varla eftir því í dag
Elsku pabbi minn varð sextugur. Við systkinin gáfum honum heldur betur ógleymanlega gjöf
Árni systir og Maggi giftu sig. Ég er því núna eina ógifta systirin í fjölskyldunni!
Bjó ein á Rauðalæknum í tvo mánuði - stelpan sem á erfitt með að sofa ein neyddist því til að þroskast og lærði margt á einverunni.
*Við seldum íbúðina okkar í Laugardalnum
Við keyptum okkur íbúð í Grindavík í staðinn.
*Fór í frábæra ferð rétt fyrir jólin til New York, með Ingólfi
Þó að 2013 hafi verið ótrúlega þroskandi, lærdómsríkt, gefandi og gott þá er ég sannfærð um að árið 2014 verði árið mitt. Ég skrifaði smá lista fyrir sjálfa mig af því sem mig langar að afreka á árinu. Ég hlakka mest til að útskrifast úr HÍ og auðvitað giftast Ingólfi.
Ég er svo sannarlega tilbúin í 2014, alla slagina sem ég mun takast á við og alla sigrana sem ég mun sigra.
Ég vona að 2014 verði ykkur öllum gæfuríkt, fullt af ást og hamingju.
Sigríður Etna
Skemmtilegt að lesa svona uppgjör, vonandi heldurðu áfram að leyfa okkur að fylgjast með. Sérstaklega brúðkaupsundirbúningnum, ég held að það verði mjög spennandi að sjá hvað þú gerir. Þú gerir allt á mjög einstakan og frábæran hátt.
ReplyDeleteTakk fyrir gott blogg,
Áslaug (þekki þig sko ekki neitt) :)