Tuesday, December 10, 2013

Með lífið að láni - raunveruleiki

Undanfarið hefur lífið verið á milljón og þá allt í einu er manni kippt niður, raunveruleikinn.

Lífið er skrítið, svo óskiljanlegt og allt í einu er maður pínulítið peð á plánetunni jörð. 

Síðasta fimmtudag var samankomin mikill fjöldi fólks við Lækinn í Hafnarfirði við minningarathöfn góðs drengs sem fallinn er frá. Elsku Ríkharður frændi. Maður skilur ekkert í þessu lífi stundum.


Það er á þessum stundum, þegar maður skilur ekki neitt og hugsanirnar streyma. Hlutir sem maður rifjar upp, hlutir sem maður var búinn að gleyma, eftirsjá, allt svo dofið og endalausar tilfinningar.

Eitt er víst og það er að ekkert er sjálfsagt í þessu blessaða lífi og maður þarf að minna sig á það reglulega. Ég þarf að eyða minni tíma í óþarfa, facebook, hringla um á netinu o.þ.h. og gera meira af því sem skiptir máli, umgangast þá sem ég elska - sýna fólki hve mikið það skiptir mig máli.

Við eigum öll svo mikið að gefa. Elskum, elskum, elskum og elskum svo meira. 

Lífið er í dag, gerum það sem skiptir máli og gerum það sem okkur finnst skemmtilegt.

1 comment: